Stjórnmál

Mann­skæður jarð­skjálfti og vasaþjófar í dular­gervi

Rafn Ágúst Ragnarsson

2025-03-28 17:42

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fjöllum við um gríðarstóran og mannskæðan jarðskjálfta sem reið yfir Mjanmar í dag, og hafði áhrif langt út fyrir landamæri landsins, meðal annars með þeim afleiðingum háhýsi hrundi í Taílandi og tuga er saknað.

Við fjöllum einnig um nýja landsstjórn Grænlands sem tók við völdum í dag, á sama tíma og varaforseti Bandaríkjanna er staddur í landinu. Líkt og ítarlega hefur verið fjallað um hafa Trump forseti og fleiri úr Bandaríkjastjórn lýst yfir áhuga á koma Grænlandi undir bandarísk yfirráð. Við ræðum við formann utanríkismálanefndar Alþingis um stöðu Grænlands og afstöðu íslenska ríkisins.

Þá kynnum við okkur öldu vasaþjófnaðar sem riðið hefur yfir miðborg Reykjavíkur, skoðum mikil uppbyggingaráform við Kringluna, kynnum okkur nýjasta internet-æðið, sem snýr undarlegri morgunrútínu og verðum í beinni úr Borgarleikhúsinu, þar sem nýtt verk verður frumsýnt í kvöld.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni, klukkan 18:30.

Nafnalisti

  • Trumpkjörinn forseti Bandaríkjanna

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 163 eindir í 6 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 5 málsgreinar eða 83,3%.
  • Margræðnistuðull var 1,70.