Afnema samsköttun: Segir fjölskyldum refsað

Ritstjórn mbl.is

2025-04-03 17:56

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Ríkisstjórnin hefur lagt til í fjármálaáætlun afnema samsköttun hjóna og sambýlisfólks milli skattþrepa. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir þetta verði skattahækkun sem muni hafa djúpstæð áhrif á fjölskyldur um allt land.

Þeir sem lenda í tímabundnu ójafnvægi í tekjum, til dæmis vegna náms, veikinda eða barnauppeldis, munu greiða hærri skatta, einmitt þegar svigrúmið er minnst. Þegar annað foreldrið neyðist til vera heima með barn vegna skorts á leikskólaplássi, þegar foreldri er í fæðingarorlofi eða þegar par skiptir með sér ábyrgð og annað er í námi þá hækkar skattbyrði heimilisins. Það gerist nákvæmlega þegar tekjurnar eru minnstar og útgjöldin eru mest, sagði Guðrún Hafsteinsdóttir í óundirbúnum fyrirspurnum.

Samsköttun viðurkenning á því fjölskyldan starfi sem ein heild

Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar segir eitt af markmiðunum bæta skattskil, loka glufum og fækka undanþágum.

Undir þessa aðgerð heyra einnig áform um niðurfellingu samsköttunar milli skattþrepa í tilviki hjóna og sambýlisfólks, brottfall heimildar til ráðstafa ónýttum persónuafslætti til greiðslu fjármagnstekjuskatts, segir í stefnu í fjármálum hins opinbera.

Guðrún sagði samsköttun ekki bara vera skattalegt tæki, heldur hún viðurkenning á því heimili starfi sem ein heild og tekjur séu sameiginlegar og ábyrgðin líka.

Með því afnema samsköttunina í reynd verið rjúfa þessa heild í augum skattkerfisins og gera lífið erfiðara fyrir heimili sem reyna takast á við aðstæður sem þau ráða oft ekki við.

Daði segir áhrifin vera minni háttar

Hvernig getur verið sanngjarnt ríkið taki stærri sneið af tekjum heimilanna nákvæmlega á þeim tímapunkti þegar þau hafa minnst á milli handanna? Ef það er markmið ríkisstjórnarinnar styrkja fjölskyldur, hvers vegna er hún þá refsa þeim fyrir nákvæmlega það vera fjölskylda? spurði Guðrún.

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði breytingin ætti við um nýtingu lægri skattþrepa fyrir hjón þar sem annar aðili er í hærra skattþrepi en hinn.

Fram fór ítarleg greining í fjármálaráðuneytinu á því hvernig þessi breyting legðist á tekjudreifinguna og tilfellið er þau dæmi sem háttvirtur þingmaður Guðrún Hafsteinsdóttir nefnir hér um þá sem eru líklegir til verða fyrir áhrifum af þessari breytingu eru í engu samræmi við þau gögn sem fjármálaráðuneytið hefur um það hverjir hafa notið þessara réttinda, sagði Daði.

Hann sagði því áhrifin yrðu minni háttar á þá hópa sem Guðrún vísaði í.

Taka meira af fjölskyldum sem sýna ábyrgð

Guðrún tók þá aftur til máls og sagði blasa við með því afnema samsköttun er verið auka skattbyrði fjölskyldna í landinu einmitt þegar þær standa veikt.

Hún sagði spurninguna ekki bara snúast um skattalega útfærslu heldur einnig um ábyrgð þegar stjórnsýslan bregðist fólki.

Þegar foreldrar neyðast til vera heima með börn vegna skorts á leikskólaplássi þá er það ekki einkamál fjölskyldunnar. Það er bein afleiðing af stefnu og stjórnleysi, sagði Guðrún.

Hún benti á Samfylkingin og Viðreisn hefðu átt sæti í borgarstjórn Reykjavíkur í rúman áratug þar sem leikskólavandinn væri orðinn langvinnur og djúpstæður.

Sama fólk og hefur ekki getað tryggt leikskólapláss ætlar hækka skatta á þau heimili sem neyðast til finna lausnirnar sjálf. Það á taka meira af fjölskyldum sem sýna ábyrgð, sem reyna koma hlutunum í lag þrátt fyrir kerfisgalla sem þær báru ekki ábyrgð á, sagði hún.

Skilur ekki tenginguna

Daði Már ítrekaði fyrra svar en sagði túlkun Guðrúnar engan veginn í samræmi við mat fjármálaráðuneytisins skattyfirvalda á því hverjir verða fyrir aukinni skattheimtu.

Ég skil því ekki alveg þessa tengingu sem háttvirtur þingmaður býr hér til, sagði Daði.

Nafnalisti

  • Daðihljómsveit
  • Daði Már Kristóferssonfráfarandi forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands
  • Formaður SjálfstæðisflokksinsBjarni Benediktsson
  • Guðrún Hafsteinsdóttirfyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 636 eindir í 27 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 23 málsgreinar eða 85,2%.
  • Margræðnistuðull var 1,62.