Heilsa og lífsstíll

Áhugi minn stórjókst þegar ég rakst á uppskrift að Guinness-köku

Ritstjórn mbl.is

2025-04-01 21:00

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Sigurgeir Jónsson gerði sér lítið fyrir og bakaði Guinness-köku fyrir eiginkonu sína, Katrínu Lovísu Magnúsdóttur, í tilefni afmælis hennar þann 29. mars síðastliðinn. Kakan hans er fræg í fjölskyldunni og nýtur mikilla vinsælda enda bökuð þegar tilefni eru til. Hann hefur ávallt haft gaman af eldamennsku og er með kokkapróf. Hann afhjúpar uppskriftina fyrir lesendum og ljóstrar upp sögunni bak við kökuna góðu.

Sigurgeir er hreinræktaður Vestmannaeyingur í báðar ættir, fæddur árið 1942 og verður því 83 ára í sumar.

Ég ólst upp í sveitinni í Vestmannaeyjum, þar sem heitir Fyrir ofan hraun og þar var stundaður búskapur með gamla laginu, flest unnið á höndum. Reyndar ég þar enn því um síðustu aldamót byggðum við hjónin okkur timburhús skammt frá æskustöðvunum og heitir það eftir bænum sem þar var áður og nefnist Gvendarhús, segir Sigurgeir og brosir.

Ég lauk námi frá Kennaraskólanum árið 1965 og kennsla var síðan mitt aðalstarf, ásamt sjómennsku sem ég stundaði í yfir 30 ár, ýmist sem hlutastarf á sumrin eða aðalstarf. Ég tók vélstjórnarpróf 1959, kokkapróf 1968 og svo stýrimannsnám 1984 frá Stýrimannaskólanum í Vestmannaeyjum þar sem ég kenndi svo í 17 ár. Auk þess var ég viðloðandi blaðamennsku allt frá 1966 til 2016, bæði í Reykjavík og Vestmannaeyjum, segir Sigurgeir.

Oft kokkur til sjós

Eldamennska hefur ávallt verið ástríða hjá Sigurgeiri og hefur hann verið liðtækur í eldhúsinu alla tíð.

Mér hefur alla tíð þótt gaman fást við eldamennsku enda var ég oft kokkur til sjós. En baksturinn greip mig ekki fyrr en komið var fram yfir síðustu aldamót en þá fór ég baka reglulega. Ingibjörg, systir mín, sem býr í Þorlaugargerði, næsta við okkur, er mikil áhugakona um brauðbakstur og við látum hvort annað njóta þess þegar bakað er. Hún bakar á þriðjudögum og fimmtudögum, oftast súrdeigsbrauð en ég baka kornbrauð á laugardögum, segir Sigurgeir hnyttinn.

Aðspurður segir Sigurgeir hann ekki mikill bjórkarl og það í raun tilviljun hann heillaðist svona af Guinness-kökunni.

Guinness-bjór sem slíkur hefur aldrei verið í neinu sérstöku uppáhaldi hjá mér, nema ég staddur á Írlandi þá finnst mér sjálfsagt drekka hann. En svo stórjókst áhugi minn þegar ég rakst á uppskrift Guinness-köku frá Nigellu Lawson, þeirri miklu matargerðarkonu. Ekki man ég lengur hvar ég þá uppskrift en líklega hefur það verið í einhverri golfferðinni til Englands en þangað fórum við hjónin á hverju ári á sama staðinn, oftast, rétt sunnan við London, um 13 ára skeið, á sama tíma og aðrir Vestmannaeyingar voru skemmta sér á þjóðhátíð.

Ómissandi á afmælum, hátíðum og þegar gesti ber garði

Þetta hefur líklega verið í kringum 2005 og síðan hefur þessi kaka verið ómissandi á afmælum, hátíðum og reyndar bara þegar gesti ber garði. Kakan er í sérstöku uppáhaldi hjá börnum okkar og barnabörnum og eitt þeirra gerir sér jafnvel ferð til Eyja bara til Guinnessköku, segir Sigurgeir og brosir breitt.

Reyndar er ég búinn gera smávægilegar breytingar á henni, til mynda prófaði ég fljótlega nota annað krem á hana en gefið var upp í uppskriftinni og nota núna alltaf vanillukrem frá Betty Crocker sem á vel við hana. Svo prófaði ég líka setja kirsuberjasósu á milli botnanna og það gaf líka góða raun. Því miður hefur sósa ekki verið fáanleg Vestmannaeyjum nokkuð lengi en kirsuberjasulta er líka alveg ágæt, segir Sigurgeir lokum.

Guinness-kaka

300 ml Guinness-bjór

225 g smjör

100 g kakó án sætuefna

280 g hveiti

400 g sykur

1 ½ tsk. matarsódi

¼ tsk. salt

2 stór egg

2/3 bolli sýrður rjómi

Aðferð:

Byrjið á því hita ofninn í 180°C.

Setjið saman smjör og Guinness-bjór í pott og náðið upp með hægri suðu á meðalháum hita.

Þegar suðan kemur upp bætið þá við kakói og hrærið þar til blandan verður kekkjalaus.

Setjið til hliðar og látið kólna.

Hrærið saman í skál, hveiti, sykri, matarsóda og salti.

Takið aðra skál og þeytið saman eggjum og sýrðum rjóma.

Hellið Guinnes-blöndunni saman við eggin og sýrða rjómann og þeytið þar til hráefnin hafa blandast saman (ekki of mikið samt).

Bætið hveitiblöndunni saman við og þeytið á lægstu stillingu í smástund.

Takið síðan sleikju og blandið varlega saman.

Setjið í frekar djúpt mót, setjið inn í ofn, 180°C heitan og bakið í 3040 mínútur.

Látið kólna áður en krem er sett ofan á.

Ofan á kökuna er sett smjörkrem, t.d. vanillukrem frá Betty Crocker sem á afar vel við kökuna eða heimalagað rjómaostakrem. Sigurgeir mælir frekar með Betty Crocker en rjómaostakreminu.

Rjómaostakrem

300 g rjómaostur

150 g flórsykur

½ peli rjómi

Aðferð:

Þeytið ostinn þar til hann er orðinn mjúkur.

Sigtið þá flórsykurinn saman við og þeytið saman.

Bætið rjómanum út í og þeytið þar til kremið er orðið hæfilega þykkt til smyrja því á kökuna.

Samsetning:

Kremið smurt yfir kökuna þegar hún hefur kólnað.

Frábær viðbót við þessa köku er skera hana í tvennt, búa til tvo botna, og setja niðursoðin kirsuber á milli, t.d. Kirsebærsauce frá Den gamle fabrik.

Ein krukka nægir á kökuna og gott leyfa hluta af sjálfri sósunni fara með líka.

Nafnalisti

  • Betty Crockermeira innanhúsbrandari, eða kannski virðingarvottur
  • Denlag
  • Eyjasýning
  • Katrín Lovísa Magnúsdóttir
  • Nigellu Lawsonsívinsæll sjónvarpskokkur
  • Sigurgeir Jónssonfrændi Björgólfs

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 924 eindir í 62 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 51 málsgrein eða 82,3%.
  • Margræðnistuðull var 1,71.