Íþróttir
Fram heldur spennu í Olísdeildinni
Anna Sigrún Davíðsdóttir
2025-03-20 20:53
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Fram er komið í annað sæti Olísdeildar kvenna í handbolta þegar einungis tvær umferðir eru eftir af tímabilinu. ÍR og Fram áttust við í nítjándu umferð deildarinnar. Fram vann þar öruggan sigur 22–25. Fram situr í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Val sem er í því fyrsta.
Þórey Rósa Stefánsdóttir var markahæst Fram með sjö mörk. RÚV/Mummi Lú
Fram hafði yfirhöndina allan leikinn en næst komust Breiðhyltingar þegar liðið jafnaði metin í fyrri hálfleik í 8–8. Þá litu Framarar ekki um öxl og héldu fimm til sex marka forystu fram að 55. mínútu. Þá gerði ÍR áhlaup sem dugði þó ekki til. Lokatölur urðu 22–25, fyrir Fram.
Nafnalisti
- Mummi Lúljósmyndari
- ValurÍslandsmeistari
- Þórey Rósa Stefánsdóttirlandsliðskona
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 125 eindir í 10 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 9 málsgreinar eða 90,0%.
- Margræðnistuðull var 1,80.