Íþróttir

Fram heldur spennu í Olísdeildinni

Anna Sigrún Davíðsdóttir

2025-03-20 20:53

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Fram er komið í annað sæti Olísdeildar kvenna í handbolta þegar einungis tvær umferðir eru eftir af tímabilinu. ÍR og Fram áttust við í nítjándu umferð deildarinnar. Fram vann þar öruggan sigur 2225. Fram situr í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Val sem er í því fyrsta.

Þórey Rósa Stefánsdóttir var markahæst Fram með sjö mörk. RÚV/Mummi Lú

Fram hafði yfirhöndina allan leikinn en næst komust Breiðhyltingar þegar liðið jafnaði metin í fyrri hálfleik í 88. Þá litu Framarar ekki um öxl og héldu fimm til sex marka forystu fram 55. mínútu. Þá gerði ÍR áhlaup sem dugði þó ekki til. Lokatölur urðu 2225, fyrir Fram.

Nafnalisti

  • Mummi Lúljósmyndari
  • ValurÍslandsmeistari
  • Þórey Rósa Stefánsdóttirlandsliðskona

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 125 eindir í 10 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 9 málsgreinar eða 90,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,80.