Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum
Ingvi Þór Sæmundsson
2025-03-14 10:32
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, hrósaði fyrirliða liðsins, Bruno Fernandes, í hástert eftir að hann skoraði þrennu í 4–1 sigri á Real Sociedad í gær. Hann segir þó að Fernandes hafi einn galla í leik sínum.
United er komið áfram í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir sigurinn á Orra Steini Óskarssyni og félögum í Real Sociedad í gær. Illa hefur gengið hjá United heima fyrir en liðið er ósigrað í Evrópudeildinni á tímabilinu.
Fernandes skoraði þrennu í leiknum á Old Trafford í gær og Portúgalinn er markahæsti leikmaður United á tímabilinu með fimmtán mörk. Amorim er að vonum sáttur með landa sinn.
„Þegar við þurfum á honum að halda er hann alltaf til staðar. Hann getur fært boltann fram. Hann getur skorað mörk. Hann er fullkominn fyrirliði fyrir okkar lið og við þurfum hann til að vinna titla,“ sagði Amorim.
Hann segir þó einn ljóð á ráði Fernandes.
„Við vitum að stundum er hann pirraður. Við vitum að hann þráir svo mikið að vinna og þegar hlutirnir ganga ekki vel skiptir hann um stöðu og fer á eftir boltanum. Stundum verður hann að treysta samherjunum,“ sagði Amorim.
United mætir nýliðum Leicester City í ensku úrvalsdeildinni á sunnudagskvöldið. Rauðu djöflarnir eru í 14. sæti deildarinnar.
Nafnalisti
- Bruno Fernandesfyrirliði Manchester United
- Leicester Cityenskt knattspyrnufélag
- Manchester Unitedenskt knattspyrnufélag
- Orri Steinn Óskarssonframherji
- Real Sociedadspænskt lið
- Ruben Amorimknattspyrnustjóri Sporting í Lissabon
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 220 eindir í 16 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 16 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,72.