Síðasti dagur TikTok ef ByteDance vill ekki selja
Róbert Jóhannsson
2025-04-04 14:37
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Framtíð TikTok í Bandaríkjunum ræðst á næstu klukkustundum, þegar frestur sem Donald Trump Bandaríkjaforseti gaf kínverskum eigendum miðilsins til bandarískra fjárfesta rennur út. Bandaríkjaþing samþykkti að banna miðilinn yrði hann áfram í eigu ByteDance, sem er kínverskt ríkisfyrirtæki, 20. janúar. ByteDance hefur engan áhuga á að selja reksturinn.
Trump var sjálfur hlynntur banninu árið 2020. Bandarískir embættismenn telja að kínversk stjórnvöld noti miðilinn í sína þágu og geti safnað upplýsingum um notendur sína. Forritið sé þannig ógn við þjóðaröryggi.
Fjölmörg fyrirtæki eru sögð sýna TikTok mikinn áhuga, til að mynda vefmarkaðsrisinn Amazon. Hugbúnaðarfyrirtækið Oracle er sagt mjög áhugasamt, enda hefur fyrirtækið reynt að eignast hlut í forritinu árum saman. Gögn um notendur TikTok í Bandaríkjunum eru hýst í geymsluskýi Oracle.
TikTok er einn vinsælasti samfélagsmiðillinn í Bandaríkjunum, með um 170 milljón notendur.
Nafnalisti
- Amazonbandarískur netverslunarrisi
- ByteDancekínverskt fyrirtæki
- Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
- Oraclebandarískt tæknifyrirtæki
- TikToksamfélagsmiðill
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 144 eindir í 10 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 10 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,65.