Sæki samantekt...
Rósamánudags (d. Rosenmontag) skrúðgangan var haldin með pomp og prakt í Þýskalandi síðastliðinn mánudag. Skrúðgangan fer fram á bolludegi ár hvert og er hápunktur kjötkveðjuhátíðarinnar í Þýskalandi en stór hluti hennar er ádeila á málefni líðandi stundar á sviði stjórnmála og samfélagsins.
Í Dusseldorf mátti til dæmis sá vagn eftir listamanninn Jacques Tilly sem sýndi Donald Trump Bandaríkjaforseta og Vladímír Pútín Rússlandsforseta takast í hendur og kremja þar með Volodimír Selenskí Úkraínuforseta. Var Trump og Pútín í því samhengi líkt við Stalín og Hitler í seinni heimsstyrjöldinni og vísað til samkomulags milli Þýskalands og Sovétríkjanna í aðdraganda innrásararinnar í Pólland.
Trump hefur í gegnum tíðina verið talin hliðhollur Pútín og virtist fundur Trumps og Selenskí í Hvíta húsinu í nýliðinni viku ýta undir það. Úkraínuforseti var þar mættur til að undirrita samkomulag um aðgang að auðlindum í skiptum fyrir hernaðaraðstoð en honum var vísað á dyr af Trump, sem státaði sig af góðu sambandi við Pútín og sagði Selenskí vanþakklátan.
Nafnalisti
- Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
- Dusseldorfmiðpunktur mjög fjölmenns svæðis í Þýskalandi og auk tengimöguleikanna á Keflavíkurflugvelli
- Hitlerhún frá sér af gleði
- Jacques Tilly
- Stalínsovéskur einræðisherra
- Vladímír Pútínforseti Rússlands
- Volodimír Selenskíforseti Úkraínu
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 162 eindir í 6 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 5 málsgreinar eða 83,3%.
- Margræðnistuðull var 1,56.