Stjórnmál

Segir erfiða tíma fram undan hjá nýjum formanni – flokkseigendur misstu völdin og vilja þau á ný

Eyjan

2025-03-05 17:30

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Á landsfundinum um síðustu helgi misstu flokkseigendur, sægreifar, Moggaklíkan og ríka fólkið í kringum Bjarna Benediktsson völdin í Sjálfstæðisflokknum þegar Guðrún Hafsteinsdóttir bar sigurorð af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í kosningu til formanns.

Áslaug Arna var frambjóðandi ofangreindra afla en Guðrún Hafsteinsdóttir tilheyrir engri klíku eða fylkingu heldur var hún kjörin út á eigin verðleika. Stjórnmálaferill hennar stuttur en öflugur en hún býr yfir mikilli og mikilsverðri reynslu úr atvinnulífinu. Auk þess vera iðnrekandi hefur hún gegnt formennsku í Samtökum iðnaðarins, verið varaformaður Samtaka atvinnulífsins, stjórnarmaður í lífeyrissjóðum og Háskólanum í Reykjavík, auk þess hafa verið formaður Landssamtaka lífeyrissjóða. í nýjum Náttfarapistli á Hringbraut skrifar Ólafur Arnarson þessi reynsla hljóti hafa ráðið úrslitum á móti reynsluleysi mótframbjóðandans sem fór beint úr háskóla inn á þing.

Í pistli Ólafs kemur líka fram líklegt þau öfl sem töpuðu völdum í flokknum um helgina muni reyna rétta hlut sinn á næsta landsfundi sem halda á árið 2027. Einnig kemur fram þegar af því fréttist Guðrún væri íhuga framboð til formanns hafi útsendarar úr herbúðum Áslaugar Örnu og flokkseigenda nálgast Guðrúnu og varað hana við fara í framboð. Hún ætti þess í stað gefa kost á sér sem varaformaður. Það hafi Guðrúnu hins vegar ekki þótt áhugavert.

Ólafur rifjar upp átakasögu Sjálfstæðisflokksins, sem líkast til náði hámarki þegar Gunnar Thoroddsen, varaformaður flokksins, myndaði ríkisstjórn með Framsókn og Alþýðubandalagi ásamt fjórum öðrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins eftir Geir Hallgrímssyni hafði mistekist mynda stjórn veturinn 197980.

Hann telur tíminn fram næsta landsfundi geti orðið Sjálfstæðisflokknum og nýkjörnum formanni hans erfiður. Á næsta ári verða sveitarstjórnarkosningar og eins og staðan er bendir margt til þess flokkurinn ríði ekki feitum hesti frá þeim í Reykjavík og víðar, auk þess sem Framsókn, samstarfsflokkurinn í Kópavogi og Hafnarfirði, á mjög undir högg sækja og getur ólíklega leitt Sjálfstæðismenn í meirihluta á ný. Ólíklegt aðrir flokkar séu til í hlaupa undir bagga með Sjálfstæðisflokknum.

Ólafur segir mikla pólitíska reynslu hverfa úr forystu Sjálfstæðisflokksins með brotthvarfi Bjarna Benediktssonar og Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur. Samtals hafi þau átt sæti á þingi í 30 og verið í ríkisstjórn í tæp 20 ár. Nýr formaður með þriggja ára þingreynslu og hafi verið ráðherra í tæp tvö ár. Nýr varaformaður hafi enga þingreynslu.

Hann víkur því margir telji Þórdísi Kolbrúnu hafa flutt bestu ræðuna á landsfundinum um helgina. Hún talaði af ábyrgð og yfirvegun um meðal annars ástandið í heimsmálum sem hún hefur góða yfirsýn yfir eftir hafa gegnt stöðu utanríkisráðherra um árabil. Þórdís Kolbrún reyndi ekki slá um sig með aumum fimmaurabröndurum sem ættu vera fyrir neðan virðingu þeirra sem vilja vera í forystu fyrir næststærsta stjórnmálaflokk landsins. Skens á kostnað Ingu Sæland er aumt og heldur er lágkúrulegt hrauna yfir Vinstri græna þegar þeir liggja óvígir eftir, en þeir voru þó nógu góðir fyrir Sjálfstæðisflokkinn til leiða þá vinstri stjórn sem flokkurinn sat í síðustu sjö árin þar sem ráðherrar flokksins létu fara vel um sig í mjúkum ráðherrastólum vinstri stjórnar Katrínar Jakobsdóttur, sósíalistaleiðtoga. Þórdís Kolbrún fór ekki niður á þetta plan. Flokkurinn hefur misst mikið þegar hún yfirgefur æðstu forystu flokksins.

Náttfara í heild lesa hér.

Nafnalisti

  • Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttirnýsköpunarráðherra
  • Bjarni Benediktssonformaður SJálfstæðisflokksins
  • Geir Hallgrímssonformaður Sjálfstæðisflokksins
  • Guðrún Hafsteinsdóttirfyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins
  • Gunnar Thoroddsenáður framkvæmdastjóri Landsbankans í Lúxemborg
  • Inga Sælandformaður
  • Katrín Jakobsdóttirforsætisráðherra og formaður Vinstri grænna
  • Ólafur Arnarsonfyrrverandi formaður Neytendasamtakanna
  • Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttirnýsköpunarráðherra

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 556 eindir í 24 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 22 málsgreinar eða 91,7%.
  • Margræðnistuðull var 1,64.