Kvíslatunguvirkjun í Steingrímsfirði : sótt um virkjunarleyfi

Ritstjórn Bæjarins besta

2025-04-02 07:35

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Á fundi stjórnar Orkubús Vestfjarða þ. 26. mars var tekin formleg ákvörðun um sótt verði um virkjunarleyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun í Steingrímsfirði svo hægt verði ráðast í virkjunina. Virkjunin hefur þegar farið í gegnum umhverfismat, en beðið er eftir endanlegri staðfestingu aðalskipulags Strandabyggðar.

Virkjunin fellur vel þeim markmiðum stjórnar Orkubús Vestfjarða tryggja næga orkuöflun félagsins innan Vestfjarða, auka afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum og gera félaginu kleift taka þátt í grænum orkuskiptum á Vestfjörðum í samræmi við stefnu stjórnvalda.

Kvíslatunguvirkjun hefur alla burði til verða arðbært verkefni fyrir Orkubúið segir í tilkynningu frá Orkubúinu. Virkjunin mun hafa afgerandi áhrif á afhendingaröryggi rafmagns á Ströndum, á Reykhólum og í Inndjúpi, en reiknað er með það aukist um allt 90%. Virkjunin mun því draga mikið úr kostnaði við framleiðslu orku með díselvélum og minnka um leið losun gróðurhúsalofttegunda vegna keyrslu varaafls á því svæði.

Um er ræða stærsta einstaka verkefni sem Orkubú Vestfjarða hefur ráðist í frá upphafi. Áformað afl virkjunarinnar er 9,5 MW í byrjun og gera ráð fyrir hún framleiði um 60 GWst meðaltali á ári, en mögulegt er bæta við lítilli 0,4MW virkjun í þrepi á milli uppistöðulóna virkjunarinnar. Virkjunin fylgir fast á hæla Mjólkárvirkjunar stærð, en hún er stærsta virkjun Orkubúsins og samanstendur í rauninni af þremur virkjunum, Mjólká I, Mjólká II og Mjólká III, sem samtals eru 11,2 MW.

Áætlaður kostnaður við byggingu virkjunarinnar er ríflega 7 milljarðar króna. Stefnt er því hefja undirbúningsframkvæmdir í sumar, en aðal framkvæmdirnar verði á árinu 2026 og 2027. Áætlanir gera ráð fyrir virkjunin verði farin framleiða raforku í árslok 2027.

Nafnalisti

  • IIstofn karfa við Noreg og Rússland
  • IIIreiðmaður

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 291 eind í 12 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 12 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,68.