Stjórnmál

Kristrún skuldar útskýringar

Ritstjórn mbl.is

2025-03-20 21:17

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra skuldar þjóðinni svör um sinn þátt í máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fráfarandi barna- og menntamálaráðherra.

Þetta segir Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is.

Samkvæmt fréttaflutningi sýnist mér Kristrún Frostadóttir skulda okkur öllum útskýringar á sínum þætti málsins. það er óskandi hún geri það fljótt og án undanbragða, segir Hildur.

Lak erindið úr ráðuneyti Kristrúnar?

Ásthildur Lóa sagði af sér fyrr í kvöld vegna fréttar Ríkisútvarpsins um hún hefði átt í samræði við 15 ára dreng þegar hún var 22 ára. Ári seinna áttu þau saman barn.

Forsætisráðuneyti Kristrúnar Frostadóttur fékk erindi um þetta mál á sitt borð fyrir viku síðan, frá aðstandanda barnsföður ráðherra.

Starfsmenn ráðuneytisins fullvissuðu sendanda um öll erindi væru trúnaðarmál.

Forsætisráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu þar sem því er hafnað erindið hafi lekið úr ráðuneytinu. Aftur á móti er sagt aðstoðarmaður Kristrúnar hafi haft samband við aðstoðarmann Ásthildar til forvitnast um það hvort hún kannaðist við sendandann, sem hún gerði ekki sögn hennar.

Aftur á móti hringdi Ásthildur í sendandann þrátt fyrir, að hennar sögn, hún hafi ekki þekkt viðkomandi erindið. Þar að auki var fundarboðið stílað á Kristrúnu en ekki Ásthildi.

Mörgum spurningum er ósvarað en ekki næst í Kristrúnu, aðstoðarmann hennar Ásthildi Lóu til þess svara þeim.

Afsögn Ásthildar það eina rétta í stöðunni

Þetta eru sláandi fréttir úr Efstaleiti varðandi fráfarandi barnamálaráðherra. Ég segi fyrir mitt leyti þrátt fyrir ráðherra gerir augljóslega það eina rétta í stöðunni með því segja af sér, er þessu máli hvergi nærri lokið, segir Hildur.

Hildur vill ekki segja hvort Kristrún eigi segja af sér ef í ljós kemur forsætisráðuneytið hafi lekið trúnaðarerindi.

Það lítur alvarlega út og krefst frekari skoðunar. En í svona viðkvæmum málum ber taka eitt skref í einu, segir hún.

Nafnalisti

  • Ásthildur Lóa Þórsdóttirformaður Hagsmunasamtaka heimilanna
  • Hildur Sverrisdóttirfyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
  • Kristrún Frostadóttirformaður

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 326 eindir í 20 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 17 málsgreinar eða 85,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,68.