Íþróttir

Ís­lensku stelpurnar réðu ekki við Maísu

Óskar Ófeigur Jónsson

2025-04-02 18:29

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Leonete Maísa Correia var hetja Portúgala á móti íslensku stelpunum í kvöld þegar nítján ára landslið Íslands tapaði 20 á móti Portúgal í fyrsta leik sínum í seinni umferð undankeppni EM 2025.

Hin átján ára gamla Maísa, sem spilar með Sporting í heimalandinu, skoraði bæði mörk Portúgals í leiknum. Hún spilar fyrir Portúgal en fæddist á Grænhöfðaeyjum.

Fyrra markið skoraði Maísa á 42. mínútu en það síðara á 58. mínútu.

Íslenska liðið mætir svo Noregi á laugardag og Slóveníu á þriðjudag.

Nafnalisti

  • Leonete Maísa Correia
  • SportingPortúgal

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 87 eindir í 5 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 5 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,70.