Carney leitast við að styrkja tengsl Kanada við Evópu
Hugrún Hannesdóttir Diego
2025-03-17 04:13
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Mark Carney, nýr forsætisráðherra Kanada, hélt til Evrópu í gær þar sem hann leitast við að styrkja samband ríkisins við bandamenn innan álfunnar. Spenna hefur farið vaxandi milli Kanada og Bandaríkjanna. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hækkað tolla á innflutning frá Kanada og endurtekið rætt innlimun Kanada í Bandaríkin.
Þetta er fyrsta utanlandsferð Carneys sem forsætisráðherra Kanada. Við embættistöku á föstudag ítrekaði hann að Kanada yrði aldrei hluti af Bandaríkjunum.
Til stendur að Carney fari til Parísar á fund Emmanuels Macron Frakklandsforseta í dag og þaðan til Lundúna á fund Keirs Starmer forsætisráðherra Bretlands. Búist er við því að hann reyni að efla samstöðu ríkjanna frammi fyrir tollastríði Bandaríkjastjórnar. Carney fer einnig á fund Bretlandskonungs.
Embættismaður kanadísku ríkisstjórnarinnar sagði blaðamönnum í gærkvöld að tilgangur heimsóknarinnar væri að tryggja enn frekar samband Kanada við ríkin. Kanada væri góðvinur Bandaríkjanna en „við vitum öll hvað er í gangi.“
Carney hefur sagst reiðubúinn að funda með Trump sé hann reiðubúinn að virða fullveldi Kanada. Engar heimsóknir til Bandaríkjanna séu fyrirhugaðar sem stendur en hann vonist til þess að ræða við Trump í síma á næstunni.
Nafnalisti
- Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
- Emmanuels Macronforseti
- Keirs Starmer
- Mark Carneybankastjóri Englandsbanka
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 190 eindir í 12 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 12 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,64.