„Við bundum enda á ömurlegt líf hans“ sagði Trump

Pressan

2025-03-21 07:30

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Forsætisráðherra Írak sagði Abu Khadija vera einn hættulegasta hryðjuverkamanninn í Írak og heiminum. Á fimmtudag í síðustu viku gerði bandaríski herinn loftárás á bíl Khadija og sagði síðan hann hefði fallið í árásinni, það hefðu DNA-sýni sýnt.

Khadija var æðsti leiðtogi Íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi.

Í færslu á Truth Social skrifaði Donald Trump hann hefði verið ráðinn af dögum. Við bundum enda á ömurlegt líf hans, skrifaði forsetinn og bætti við: FRIÐUR MEÐ ÞVÍ SÝNA STYRK!

Sky News segir árásin hafi verið gerð í samvinnu við íraskar leyniþjónustustofnanir og öryggissveitir.

Bandarískir og íraskir hermenn fundu tvö lík á vettvangi. Bæði voru í sjálfsvígsvestum sem höfðu ekki sprungið og með fjölda vopna á sér. DNA-sýni sannaði annað líkið var af Khadija.

Nafnalisti

  • Abu Khadija
  • DNA-sýnilykilgagn í málinu
  • Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
  • Sky Newsbresk fréttastofa
  • Truth Socialsamfélagsmiðill

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 141 eind í 9 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 9 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,67.