Stjórnmál

Vill koma í veg fyrir hækkanir á fyrsta ári húsaleigusamnings

Brynjólfur Þór Guðmundsson

2025-03-27 18:08

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, mælti í dag fyrir breytingum á húsaleigulögum. Frumvarp hennar leggur bann við ákvæðum í leigusamningum um húsaleiguverðið taki breytingum á fyrstu tólf mánuðum samningstímans. Einnig á útvíkka skyldu til skrá húsaleigusamninga í leiguskrá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og þeir verða ekki lengur undanþegnir upplýsingarétti almennings.

Verði það samþykkt hér á Alþingi þá munu hin nýju lagaákvæði auka réttarvernd og húsnæðisöryggi leigjenda og einnig gefa stjórnvöldum þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru til gefa glögga mynd af leigumarkaðinum á Íslandi, sagði Inga.

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist telja sæmileg málamiðlun hefði náðst við breytingar á húsaleigulögum á síðasta kjörtímabili sem veiti ágæta réttarvernd. Hún sagði vandann á leigumarkaði helst vera skort á íbúðum.

mun þetta frumvarp klárlega ekki auka framboðið, ég held við hljótum öll geta verið sammála um það. Einhver okkar kunna hafa þær áhyggjur það muni mögulega draga úr framboðinu, sem hlýtur þá auka enn fremur á vandann ef við erum þá sammála um í grunninn snúist þetta um framboðsvanda.

Inga sagði mikilvægt auka réttindi leigutaka svo þeir fengju minnst tólf mánaða frið frá leigusölum sem hefðu nýtt sér veika stöðu leigjenda með því krefjast hækkunar á leiguverði. Sambærileg frumvörp hafa verið lögð fram áður en ekki náð fram ganga. Inga sagði eitt hafa breyst frá síðasta kjörtímabili.

Við erum sem sagt í ríkisstjórn í dag, þetta frumvarp er sem sagt verða lögum.

Nafnalisti

  • Bryndís Haraldsdóttirþingmaður Sjálfstæðisflokksins
  • Inga Sælandformaður

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 265 eindir í 12 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 11 málsgreinar eða 91,7%.
  • Margræðnistuðull var 1,64.