Spyr hvort RÚV reki fréttastofu eða stundi skipulagt einelti

Eyjan

2025-03-29 14:30

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Fjölmiðill getur illa starfað ríki ekki traust í hans garð. RÚV hefur grafið mjög alvarlega undan því trausti sem ríkt hefur til miðilsins. Fréttin um Ástu Lóu er langt í frá eina dæmið um vafasaman fréttaflutning á liðnum árum. Það er bara næst okkur í tíma. Maður fær það á tilfinninguna þegar kemur stjórnun fréttastofu RÚV þessi misserin skorti mjög á yfirvegun og réttsýni. Starfrækir RÚV fréttastofu eða er þetta skipulagt einelti á kostnað okkar sem skikkuð erum til greiða marga milljarða á hverju ári til RÚV?

Þetta skrifar Ólafur Arnarson í harðorðum Dagfarapistli á Hringbraut þar sem hann segir ekki standa stein yfir steini í fréttaflutningi RÚV af máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra.

Hann segist sjálfur hafa starfað á fréttastofu Ríkissjónvarpsins í fréttastjóratíð Boga Ágústssonar fyrir nokkrum áratugum og fullyrðir Bogi hefði aldrei látið vinnubrögð af því tagi sem viðhöfð voru við vinnslu fréttarinnar um Ástu Lóu líðast.

Ólafur segir öllum geti orðið á, líka fjölmiðlum. Miklu máli skipti hvernig brugðist er við mistökum þegar þau eiga sér stað. Hann ber vinnubrögð fréttastofu RÚV í þessu máli, segir þau raunar ekki einsdæmi, saman við slúðurburð á óritstýrðum samfélagsmiðlum.

Lítum aðeins á það hvað misfórst við vinnslu fréttar RÚV um mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur. Fyrsta atriðið er fréttin var byggð á einhliða málflutningi manneskju úti í . Án þess hafa fyrir því sannreyna hvort fullyrðingar á borð við þær ráðherra hefði, sem ung kona fyrir næstum 40 árum, sofið hjá 15 ára unglingi var því slengt fram sem staðreynd væri. Þetta hefur verið hrakið.

Þá var því haldið fram Ásthildur Lóa hefði verið leiðbeinandi rekkjunautarins. Það var rangt.

Strax þarna hefði vandaður fjölmiðill staldrað við og spurt sig grundvallarspurningarinnar: Er þetta frétt? Er það frétt tvær sjálfráða manneskjur stundi kynmök af fúsum og frjálsum vilja? Kemur einhverjum það við hverjir sváfu hjá hverjum fyrir 40 árum?

Vandaður fjölmiðill hefði ekki verið í vandræðum með svara þessum spurningum.

Ekki verður betur séð en fréttamanninum sem vann fréttina hafi verið fullljóst þarna var hún ekki með frétt í höndunum heldur rætið slúður. Fréttamaðurinn fór yfir mörg strik við vinnslu þessarar fréttar. Virðist henni m.a. hafa verið það algerlega ljóst alls ekki var um lögbrot ræða vegna þess í fréttinni er sérstaklega tekið fram samkvæmt þeim lögum sem gilda í dag hefði hátterni ráðherrans fyrir tæpum 40 árum verið ólögmætt.

Þetta er reyndar rangt hjá fréttamanninum. Samkvæmt lögum er einungis refsivert stunda kynlíf með manneskju sem er undir 15 ára aldri. Það er því ljóst ekki stendur steinn yfir steini í fréttaflutningi RÚV af þessu máli. Afsökunarbeiðnin, sem tekur aðeins til lítils hluta rangfærslna í fréttinni, er því aumkunarverð í meira lagi.

Ólafur bendir á óvíst eftir hvaða leiðum RÚV barst þessi slefburður en staðfest hafi verið heimildarmaður RÚV hafi verið í sambandi við þingmann Sjálfstæðisflokksins og því virðast töluverðar líkur á því RÚV hafi látið nota sig í pólitískum hráskinnaleik. Hafi svo verið getur miðillinn engum öðrum kennt um en sjálfum sér og axarsköftum fréttamanns og fréttastjóra.

Dagfarapistil Ólafs í heild lesa hér.

Nafnalisti

  • Ásta Lóa
  • Ásthildur Lóa Þórsdóttirformaður Hagsmunasamtaka heimilanna
  • Bogi Ágústssonfréttamaður hjá RÚV
  • Ólafur Arnarsonfyrrverandi formaður Neytendasamtakanna

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 570 eindir í 31 málsgrein.
  • Það tókst að trjágreina 27 málsgreinar eða 87,1%.
  • Margræðnistuðull var 1,62.