Íþróttir

Benoný fagnaði eftir fund með Bolt

Sindri Sverrisson

2025-03-29 14:43

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Benoný Breki Andrésson og félagar í Stockport County fengu fyrirlestur frá fljótasta manni sögunnar, Usain Bolt, í aðdraganda fyrsta leiks eftir landsleikjahlé og fögnuðu svo sigri, 21, gegn Íslendingafélaginu Burton Albion.

Stockport sagði frá því á samfélagsmiðlum sínum Bolt hefði rætt við leikmenn Stockport um sinn einstaka feril og hvað þyrfti til komast á toppinn.

Þetta virðist hafa haft góð áhrif því Stockport vann og er með 68 stig í 5. sæti deildarinnar, eftir 39 leiki af 46, og komið langt með tryggja sig í umspil liðanna í 3.6. sæti um síðasta lausa sætið í B-deild á næstu leiktíð.

Benoný, sem skoraði tvö marka Íslands í sigri á Skotum í vináttuleik með U21landsliðinu á Spáni í vikunni, lék síðustu tíu mínúturnar fyrir Stockport í dag.

Jón Daði Böðvarsson gat ekki leikið með Burton vegna meiðsla í kálfa. Burton, sem er hluta í eigu Íslendinga, er í fallsæti með 36 stig, sex stigum frá næstu öruggu sætum þegar átta umferðir eru eftir. Þjálfari liðsins bindur vonir við Jón Daði verði með á lokasprettinum en hann hefur skorað fjögur mörk í tíu leikjum fyrir Burton.

Guðlaugur Victor á bekknum hjá botnliðinu

Í næstefstu deildinni var Guðlaugur Victor Pálsson á bekknum hjá Plymouth sem gerði markalaust jafntefli á útivelli við Watford. Guðlaugur Victor kom því aðeins við sögu í einum hálfleik, í sex keppnisleikjum Plymouth í mars, auk þess spila fyrri landsleik Íslands við Kósovó.

Plymouth er á botni ensku B-deildarinnar með 34 stig eftir 39 leiki, fimm stigum frá næstu öruggu sætum með aðeins sjö leiki til stefnu.

Nafnalisti

  • B-deild1. sæti
  • Benoný Breki Andréssonsóknarmaður KR komainn í hópnum
  • Burtoneitt þekktasta og vandaðasta vörumerki innan snjóbrettaheimsins
  • Burton Albionenskt fótboltafélag
  • Guðlaugur Victororðinn lykilmaður
  • Guðlaugur Victor Pálssonlandsliðsmaður
  • Jón Daði Böðvarssonlandsliðsmaður
  • Plymouthborg
  • Stockportlið
  • Stockport County
  • Usain Boltjamaískur spretthlaupari
  • Watfordenskt úrvalsdeildarfélag

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 281 eind í 11 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 11 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,93.