Slys og lögreglumál

Fyrr­verandi kærasta Tate sakar hann um kyn­ferðis­brot

Sólrún Dögg Jósefsdóttir

2025-03-29 14:31

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Fyrrverandi kærasta karlrembuáhrifavaldsins Andrew Tate hefur lagt fram stefnu á hendur honum þar sem hún sakar hann um kynferðisofbeldi og líkamsárás. Hún sækir jafnframt um nálgunarbann á hann.

Brianna Stern fyrirsæta er fyrrverandi kærastan sem um ræðir. Í stefnu sem lögð var fram í Los Angeles-borg í Kaliforníu lýsir hún andlegu og líkamlegu ofbeldi af hans hálfu.

Joseph McBride, lögmaður Tate, segir í yfirlýsingu umbjóðandi hans neiti sök og ásakanirnar séu tilhæfulaust ráðabrugg sem eigi ekki við rök styðjast.

Í þessari frétt er fjallað um ofbeldi í nánu sambandi. Verðir þú fyrir ofbeldi í nánu sambandi eða ef grunur vaknar um slíkt er bent á lögreglu í síma 112, Kvennaathvarfið í síma 561-1205 og hjálparsíma Rauða krossins í 1717. Þá nálgast leiðarvísi fyrir þolendur slíks ofbeldis á vef Neyðarlínunnar.

Í stefnunni er Tate sakaður um hafa ráðist Stern á hóteli í Beverly Hills í mars eftir þau hófu sofa saman. Hann hafi byrjað niðurlægja Stern, eins og hann gerði reglulega, en á verri og ofbeldisfyllri hátt en yfirleitt.

Þá hafi hann tekið um háls hennar og þrengt öndunarvegi hennar. Hún hafi grátið og beðið hann um hætta en hann tekið fastar um háls hennar með þeim afleiðingum hún hafi nærri misst meðvitund.

Í gögnum úr dómsal sem Guardian hefur undir höndum kemur fram Tate hafi slegið Stern ítrekað utan undir og í hvirfilinn. Á meðan hafi hann hótað drepa hana ef hún móðgaði hann aftur.

Loks sakar Stern Tate um ítrekað andlegt ofbeldi yfir það tíu mánaða tímabil sem þau voru par, meðal annars með því kalla hana eign sína og fávita. Leiðir þeirra lágu saman í fyrra þegar Stern ferðaðist til Rúmeníu til vinna sem fyrirsæta.

Tate var handtekinn ásamt bróður sínum, Tristan Tate, í Rúmeníu fyrir þremur árum og voru þeir bræður ákærðir fyrir nauðganir, mansal og peningaþvætti. Þeir eru að auki eftirlýstir í Bretlandi vegna gruns um nauðgun og mansal þar. Þá stefndi kona í Bandaríkjunum þeim í síðasta mánuði fyrir hafa þvingað sig til kynlífsverka.

Nafnalisti

  • Andrew Tateumdeildur áhrifavaldur
  • Beverly Hillshluti af Los Angeles
  • Brianna Stern
  • Joseph McBridelögmaður
  • Stern Tate
  • Tristan Tatebróðir

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 365 eindir í 19 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 17 málsgreinar eða 89,5%.
  • Margræðnistuðull var 1,65.