Stjórnmál

Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“

Kolbeinn Tumi Daðason

2025-03-19 11:12

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Þingmaður Samfylkingarinnar veltir því fyrir sér hvers vegna Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, hafi skrifað undir Gmmtnnnnm í opinberum störfum sínum. Tilefnið er umfjöllun Morgunblaðsins um undirskrift Höllu Tómasdóttur forseta Íslands.

Morgunblaðið hefur fjallað um undirskrift forsetans og vakið athygli á því hún skrifar undir Halla Tomas í tónleikaskrá á 75 ára afmælistónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á dögunum. Þau svör fengust frá forsetaembættinu Halla hefði notað umrædda undirskrift um áratugaskeið og haldið henni óbreyttri eftir hún tók við embætti forseta.

Guðrún Kvaran, sem auk starfa sinna við og Árnastofnun hefur til mynda verið formaður Íslenskrar málnefndar og formaður mannanafnanefndar, furðar sig á athæfi forseta Íslands í samtali við Morgunblaðið.

Mér finnst mjög mikilvægt Íslendingar skrifi nöfn sín á eðlilegan hátt. Þá á hún ekki skammast sín fyrir vera dóttir einhvers, hún á bara skrifa Tómasdóttir, segir Guðrún. Það engin réttlæting svona hafi hún alltaf skrifað undir.

Það er ekkert betra. Hún var mikið í erlendum samskiptum og þá var kannski erfitt hafa dóttir. En hún býr á Íslandi og er skrifa undir íslenskt plagg. Þá á hún skrifa undir Halla Tómasdóttir og ekkert annað.

Umfjöllunin hefur vakið mikla athygli en Halla var búsett í Bandaríkjunum um árabil þar til hún flutti til Íslands eftir forsetakjörið. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, er meðal þeirra sem hefur stungið niður penna á Facebook. Hann gagnrýnir ekki forsetann heldur setur fréttaflutninginn í samhengi við undirskrift ritstjóra Morgunblaðsins, Davíðs Oddssonar.

Ég fagna því gríðarlega Morgunblaðið hafi rofið þögnina sem hefur ríkt um rithönd ráðamanna. Blaðið hefur greinilega ákveðið byrja á okkar ágæta forseta Höllu Tómasdóttur. Mogga finnst hún alls ekki skrifa vel og vill hún breyti undirritun sinni, segir Dagur og vísar til fréttarinnar í dag og í gær.

Hann óskar eftir því fréttirnar af undirskrift Höllu verði upphafið greinarflokki um þessi efni og beinir spjótum sínum Davíð, fyrrverandi borgarstjóra, forsætisráðherra, seðlabankastjóra og ritstjóra Morgunblaðsins.

Ég hef lengi þráð skýringar á því hvers vegna ritstjóri blaðsins skrifar alltaf undir með einhverju sem líkist Gmmtnnnnm en alls ekki Davið Odsson eins og víða sjá í opinberum skjölum. Hér er dæmi af fyrsta Icesave-samningnum sem ritstjórinn skrifaði undir með Árna Matthiesen þáverandi fjármálaráðherra haustið 2008. ÞETTA BARA? spyr Dagur og birtir skjáskot.

Nafnalisti

  • Árni Matthiesenfyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins
  • Dagur B. EggertssonBorgarstjóri
  • Davíð Oddssonritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra
  • Davið Odsson
  • Facebookbandarískur samfélagsmiðill
  • Guðrún Kvaranformaður Íslenskrar málnefndar
  • Halla Tómasdóttirfyrrverandi forsetaframbjóðandi
  • Halli Tomas
  • Þingmaður SamfylkingarinnarHelga Vala Helgadóttir

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 430 eindir í 23 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 21 málsgrein eða 91,3%.
  • Margræðnistuðull var 1,64.