Menning og listir

Halda frumsýningarviku fyrir nýja Mitsubishi Outlander

Ritstjórn mbl.is

2025-03-31 11:10

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Frekar en frumsýna bílinn um helgi hefur Hekla ákveðið fara þá leið leggja heila viku undir frumsýningu nýs Mitsubishi Outlander PHEV. Eflaust veitir ekki af dreifa viðburðinum á nokkra daga enda hefur Outlander notið mikilla vinsælda á íslenska markaðinum og eflaust margir sem vilja berja jeppann augum.

Það hefur þegar verið gríðarlegur áhugi og fjöldi fólks hefur lagt inn forpantanir. Það verður því mjög spennandi frumsýna hann í vikunni, segir Hlynur Hjartarson, vörustjóri Mitsubishi á Íslandi, í tilkynningu frá umboðinu. Hann segir jafnframt þessi fjórða kynslóð Mitsubishi Outlander marki nýtt tímabil fyrir einn vinsælasta tengiltvinnbílinn á Íslandi, en nýja kynslóðin á bjóða upp á bætta aksturseiginleika, aukin þægindi og sérlega gott fjórhjóladrif.

Meðal þess sem einkennir nýjan Outlander er hann er búinn nýju og endurbættu drifkerfi sem býður upp á meiri drægni á rafmagninu einu saman. Hröðunin er mikil, meiri mýkt í akstri, og akstursupplifunin enn hljóðlátari en áður.

Hekla segir drægni tengiltvinnbílsins allt 86 km á hreinu rafmagni (skv. WLTP-staðli), en meðaleldsneytiseyðsla er aðeins 0,8 l/100 km og koltvísýringslosunin 18 g/km.

Í tilkynningu segir enn fremur bifreiðin bjóði upp á fjórhjóladrif með Super-All Wheel Control-kerfi (S-AWC) sem veiti einstakt grip og stöðugleika við allar aðstæður, hvort heldur sem er í borgarakstri eða á meira krefjandi vegum.

Nýja Outlander PHEV fylgir átta ára eða 160.000 km ábyrgð sem endurnýjast um á 12 mánaða fresti með árlegu viðhaldi og nær yfir alla helstu íhluti bifreiðarinnar.

Mun Outlander koma í tvenns konar útgáfum: Annars vegar er Invite-útgáfan sem kemur með 18 álfelgum, innréttingu úr leðurlíki, rafdrifnu ökumannssæti, stafrænu mælaborði og Yamaha premium hljóðkerfi með átta hátölurum. Hins vegar er Instyle-útgáfan sem hefur það umfram Invita vera með leðurinnréttingu, 20 álfelgur, 12 hátalara hljóðkerfi frá Yamaha, stóra rafdrifna sóllúgu og margt fleira.

Outlander kostar frá 8.690.000 kr. og er hægt bóka tíma í reynsluakstur á www.hekla.is sem og hjá umboðsaðilum Heklu á Akureyri, Selfossi og í Reykjanesbæ.

Nafnalisti

  • Heklahugbúnaðarkerfi
  • Hlynur Hjartarsonvörumerkjastjóri MG á Íslandi í samtali við Fréttablaðið
  • Mitsubishijapanskur bílaframleiðandi
  • Mitsubishi Outlanderáfram mest seldi bíllinn til einstaklinga
  • Mitsubishi Outlander PHEVtengiltvinnbíll
  • Outlanderþáttaröð
  • Outlander PHEVtengiltvinnbíll
  • Super-All Wheel Control
  • Yamahajapanskur framleiðandi

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 365 eindir í 13 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 11 málsgreinar eða 84,6%.
  • Margræðnistuðull var 1,71.