Stjórnmál

Gripdeildir stjórnvaldsstéttarinnar

Sif Sigmarsdóttir

2025-03-15 07:37

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Ég heimsótti nýverið höllina Hampton Court í London, uppáhaldshöll Hinriks VIII Englandskonungs, sem ríkti á árunum 1509 til 1547. Hinrik VIII er þekktastur fyrir þrennt:

1) hafa átt sex eiginkonur og látið hálshöggva tvær þeirra.

2) slíta sambandi við kaþólsku kirkjuna eftir páfi neitaði samþykkja skilnað Hinriks við fyrstu eiginkonu hans.

3) Lífsstíl sem einkenndist af svo óhóflegum munaði hann missti meðvitund af áti í einni af stórveislum sínum.

Hinrik var mikið fyrir íburð í fatnaði, dýr listaverk og stórbrotnar veislur þar sem fjöldi rétta sem hirð hans neytti á einu kvöldi hljóp á tugum. Lífsstílinn fjármagnaði hann með skattahækkunum, óprúttnum efnahagsaðgerðum og eignum kaþólsku kirkjunnar sem hann gerði upptækar.

Þegar gengið er um gullslegna sali Hampton Court blasa við minjar þess sem sagnfræðingurinn W. G. Hoskins kallaði mestu gripdeildir á Englandi síðan innrásarher Normanna fór um rænandi og ruplandi árið 1066, nema að þessu sinni var það innfædd stjórnvaldsstétt sem lét greipar sópa.

En þótt öfgakenndur íburðurinn í Hampton Court virðist heyra sögunni til eimir meira eftir af Hinriki VIII í samtímanum en virðist í fyrstu.

Pólitískir leiksoppar

Í síðustu viku var ráðningarsamningur nýs borgarstjóra, Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, samþykktur á fundi borgarstjórnar. Blöskraði mörgum mánaðarlaun Heiðu sem fær greiddar um 2,6 milljónir króna í laun sem borgarstjóri, 155 þúsund krónur í fastan kostnað, 230 þúsund fyrir stjórnarformennsku í Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu og 855 þúsund fyrir formennsku í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga-samanlagt rúmlega 3,8 milljónir króna á mánuði.

Ekki voru þó allir á því ástæða væri til gera veður út af málinu. Í hinum ávallt skemmtilega dagblaðadálki Orðið á götunni á DV.is var ýjað því launaumræðan væri runnin undan rifjum ritstjóra Morgunblaðsins, Davíðs Oddssonar, sem hefði haft sérstaklega mikinn áhuga á fjalla um starfskjör borgarstjóra og hneykslast á þeim en hefði sjálfur sogað til sín hærri starfskjör á ferli sínum en nokkur annar opinber starfsmaður á Íslandi.

Fleiri gáfu í skyn það fólk sem gagnrýndi laun borgarstjóra væru leiksoppar pólitískra afla. Dæmigerð feðraveldisumfjöllun, sagði varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Konur mega ekki hafa laun, alls ekki hærri en karlar. Var ekki Einar [Þorsteinsson] með þessi laun? Engan hef ég séð ræða hans laun sérstaklega.

Það væri eftir öðru fyrrverandi forsætisráðherrann í Hádegismóum reyndi baka pólitískum mótherja Sjálfstæðisflokksins vandræði með fréttaflutningi í Morgunblaðinu. Leiksopparnir eru þó aðrir en málsvarar borgarstjóra halda fram.

Sjálftaka stjórnmálanna

Nýverið bárust fréttir af því Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hygðist leggja fram frumvarp á þingi í haust sem afnemur greiðslur til handhafa forsetavalds.

Framtakið mæltist vel fyrir, enda verður teljast með ólíkindum greiða hafi þurft embættismönnum, sem þegar voru á fullum launum hjá ríkinu, sérstaklega fyrir viðvikið í stað þess verkið hafi einfaldlega falist í starfslýsingu þeirra.

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason var einn þeirra sem gagnrýndi kjör borgarstjóra. Fangaði hann hug margra er hann sagði þau bera vott um gríðarlega sjálftöku stjórnmálanna á Íslandi.

Það sætir furðu fólk sem að jafnaði er gagnrýnið á sjálftöku stjórnmálanna réttlæti hana

Þegar stjórnendur borgarinnar koma saman á jólahlaðborði um næstu jól mun borðið kannski ekki svigna undan 43 mismunandi réttum eins og í frægu jólaboði Hinriks VIII árið 1528, þar sem meðal annars mátti smakka svan, hjartarkjöt og hegra. Fimm öldum síðar situr stjórnvaldsstéttin þó enn við kjötkatlana.

Það sætir furðu fólk sem að jafnaði er gagnrýnið á sjálftöku stjórnmálanna réttlæti hana vegna þess eins hver situr í sæti borgarstjóra. Það eru hins vegar ekki nokkur rök með ofurlaunum innan stjórnsýslunnar enginn hafi minnst á þau þegar Einar Þorsteinsson var borgarstjóri eða Davíð Oddsson haldi málinu á lofti. Því málið snýst ekki um Heiðu. Það snýst ekki um Einar. Það snýst ekki um Davíð. Það snýst um þá kröfu vel farið með fjármuni sem skattgreiðendur láta stjórnvöldum í eftir hafa unnið fyrir þeim baki brotnu.

Fréttir af ofurlaunum innan borgarinnar hefði mátt nýta til góðra verka, svo sem tiltektar í anda Kristrúnar. En í staðinn bitu stuðningsmenn nýrrar borgarstjórnar á agnið og sneru þeim upp í pólitískan skotgrafahernað svo kjarni málsins gleymist í eldhríðinni.

Nafnalisti

  • Davíð Oddssonritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra
  • Egill Helgasonsjónvarpsmaður
  • Einartrommugimp
  • Einar Þorsteinssonoddviti
  • Hampton Court
  • Heiða Björg Hilmisdóttirformaður
  • Hinrikverndari kórsins
  • Kristrún Frostadóttirformaður
  • VIIIrómversk tala

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 735 eindir í 37 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 30 málsgreinar eða 81,1%.
  • Margræðnistuðull var 1,63.