Stjórnmál

Stærsta gjaldþrot í sögu Svíþjóðar, úrslit á Grænlandi

Bogi Ágústsson

2025-03-13 11:00

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Heimsglugginn

Þórunn Elísabet Bogadóttir og Björn Þór Sigbjörnsson ræddu fimmtudagsvenju við Boga Ágústsson um erlend málefni í Heimsglugganum. Að þessu sinni var rætt um stærsta gjaldþrot í sænskri viðskiptasögu. Northvolt átti verða lykilfyrirtæki í sókn evrópskra bílaframleiðenda á rafbílamarkaðnum en reksturinn gekk aldrei sem skyldi og fyrirtækið er gjaldþrota og 3000 manns í Skellefteå í Norður-Svíþjóð hafa misst vinnuna.

Úkraínumenn hafa fallist á tillögur Donalds Trumps um vopnahlé en Rússar hafa ekki svarað enn. Trump hefur hótað Rússum auknum refsiaðgerðum fallist þeir ekki á vopnahlé.

Úrslit þingkosninganna á Grænlandi komu verulega á óvart, enginn bjóst við því mið-hægriflokkurinn Demokratiit yrði stærsti flokkurinn. Jens-Frederik Nielsen, leiðtogi flokksins, reynir mynda stjórn. Búist er við hann reyni mynda stjórn með IA, sem er lengst til vinstri í grænlenskum stjórnmálum, og hugsanlega einnig með hægriflokknum Atassut.

Dekurbarn fjárfesta gjaldþrota

Northvolt átti verða lykilfyrirtæki í sókn evrópskra bílaframleiðenda á rafbílamarkaðnum, risastórt fyrirtæki sem framleiddi rafhlöður fyrir bíla. Northvolt hóf starfsemi fyrir sjö árum og þar hafa starfað allt 5000 manns í Svíþjóð, Þýskalandi og Póllandi, langflestir í Skellefteå í Norður-Svíþjóð. Aðaleigendur eru Volkswagen, bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs, Baillie Gifford, sem er breskur fjárfestingasjóður, vörubílaframleiðandinn Scania, fjárfestingarsjóður í eigu IKEA og ATP-sjóðurinn sem er fjárfestingarsjóður danskra lífeyrissjóða.

Reksturinn gengið illa

Reksturinn gekk aldrei eins og skyldi. Ýmis vandamál komu upp, framleiðsluferlið var flóknara og dýrara en áætlanir gerðu ráð fyrir og eftirspurn var ekki eins mikil og reiknað var með, ekki síst vegna þess eftirspurn eftir rafbílum er minni en áætlanir gerðu ráð fyrir. Samkeppni frá Kína var erfið, ein af höfuðástæðum gjaldþrots Nothvolt er Kínverjar hafa aukið mjög framleiðslu á rafhlöðum í rafbíla en talið var þegar Northvolt var stofnað. Kínverjum hefur tekist framleiða rafhlöðurnar með minni tilkostnaði og þær eru því ódýrari.

Beðið eftir svari Rússa

Úkraínumenn hafa fallist á tillögur Bandaríkjaforseta um vopnahlé í stríðinu við Rússa sem hófst með allsherjarinnrás Rússa í febrúar 2022. Rússar töldu það yrði létt verk og löðurmannlegt gjörsigra Úkraínuher, hernema Kænugarð og steypa stjórn Volodymyrs Zelenskys. Raunin varð allt önnur og stríðið hefur dregist á langinn með miklu mannfalli. Donald Trump hefur hótað Rússum hertari refsiaðgerðum fallist þeir ekki á vopnahlé og gefið í skyn Bandaríkjamenn auki stuðning við Úkraínu.

Bolton segir hættu fylgja vopnahléi

John Bolton, sem var öryggismálaráðgjafi Trumps á fyrra kjörtímabili hans, segir hætta á Úkraínumenn tapi á vopnahléi, Rússar gefi ekki eftir land sem þeir hafa lagt undir sig. Bolton lét þessi ummæli falla í viðtali við sænska ríkisútvarpið. Bolton er afar gagnrýnin á stefnu Trumps í utanríkis- og öryggismálum. Fyrir vikið er hann í ónáð hjá Trump, sem svipti Bolton öryggisgæslu og vernd lífvarða.

Óvænt úrslit á Grænlandi

Mið-hægriflokkurinn Demokraatit vann óvænt stórsigur í þingkosningunum á Grænlandi. Í kosningabaráttunni beindist athygli fjölmargra erlendra fréttamanna miklu meira ríkisstjórnarflokkunum og Naleraq, sem vill sjálfstæði Grænlands sem allra fyrst. Þegar forystumenn þessara flokka voru umsetnir á framboðsfundum var Jens-Frederik Nielsen, formaður Demokraatit, látinn í friði.

Sjálfstæði Grænlands var ekki aðalmál kosninganna

Margir töldu sjálfstæði Grænlands yrði helsta kosningamálið en á fundum frambjóðenda víða um landið reyndust kjósendur hafa meiri áhuga á ræða þau málefni sem brenna á fólki dagsdaglega svo sem heilbrigðismál og menntamál. Sjálfstæði og ásælni Trumps Bandaríkjaforseta í yfirráð yfir Grænlandi voru vissulega mörgum ofarlega í huga. Naleraq, flokkurinn sem vill ganga lengst og hraðast í sjálfstæðismálum, bætti miklu við fylgi sitt en fréttaskýrendur benda á þrír fjórðu kjósenda hafi kosið flokka sem ekki vilja slíta tengslin við Danmörku fyrr en Grænlendingar séu reiðubúnir til standa á eigin fótum.

Stjórnarmyndun getur tekið nokkurn tíma

Líklegast er talið Jens-Frederik Nielsen reyni mynda stjórn með Inuit Ataqatigiit (IA), flokki Mútes B. Egede, fráfarandi formanni grænlensku landsstjórnarinnar eða forsætisráðherra. Demokraatit og IA eiga það sameiginlegt vilja styrkja efnahagslífið og skjóta fleiri stoðum undir það. Slík stjórn hefði 17 af 31 sæti á grænlenska þinginu. Ekki er talið ólíklegt reynt yrði Atassut með, þá hefði stjórnin 19 sæti. Naaja Nathanielsen, ráðherra málefna hráefna, segir IA bíða eftir Demokraatit bjóði þeim til viðræðna. Hún sagði líka þetta hefðu ekki verið sérstaklega kosningar um sjálfstæði, það mál hefði verið á dagskrá í 30 ár og IA stefndi því auka sjálfstjórn Grænlendinga með því taka til sín málaflokka eftir því sem landið hefði möguleika á, stefnt væri sjálfstæði en margt þyrfti gerast áður en því markmiði yrði náð.

Nielsen öllum líkindum næsti forsætisráðherra

Jens-Frederik Nielsen verður öllum líkindum næsti leiðtogi Grænlands. Hann er 33 ára, nam stjórnmálafræði í háskólanum í Nuuk og var starfsmaður Demokraatit er hann varð óvænt ráðherra atvinnu- og hráefnamála 2020 og leiðtogi flokksins án mótframboðs.

Nielsen, sem er margfaldur Grænlandsmeistari í badminton, hafði ekki mikla stjórnmálareynslu er hann varð leiðtogi Demokraatit. Hann dró flokk sinn úr stjórninni árið eftir hann varð ráðherra vegna deilna um námuvinnslu. Í kosningunum eftir stjórnarslitin missti Demokraatit helming þingmanna sinna, fékk 9,3% og þrjá fulltrúa. Þá fékk hann fæst persónuleg atkvæði frambjóðanda Demokraatit. Í kosningunum núna fékk Nielsen langflest persónuleg atkvæði, 3.939. Næst kom Múte B. Egede með 2.679 og svo Aki-Matilda Høgh-Dam, frambjóðandi Naleraq, sem fékk um 2.500.

Hér hlusta á Heimsglugga vikunnar.

Nafnalisti

  • Aki-Matilda Høgh-Dam
  • Atassuthægriflokkur
  • Baillie Gifford
  • Björn Þór Sigbjörnssondagskrárgerðarmaður á Rás 1
  • Bogi Ágústssonfréttamaður hjá RÚV
  • Demokraatitflokkur
  • Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
  • Donald Trumpsfyrrverandi forseti Bandaríkjanna
  • Egedelútherskur trúboði, danskur og norskur
  • Goldman Sachsfjárfestingabanki
  • Heimsglugginnþáttur
  • IAsósíalískur aðskilnaðarflokkur
  • Inuit Ataqatigiitvinstriflokkur
  • John Boltonfyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump
  • Múte B. Egedeformaður landsstjórnar Grænlands
  • Naaja Nathanielsenfangelsismálastjóri Grænlands
  • Naleraqflokkur
  • Northvoltsænskur rafgeymaframleiðandi
  • Scaniaeini stórbílaframleiðandinn
  • Skellefteåbær
  • Trumpkjörinn forseti Bandaríkjanna
  • Volodymyrs Zelenskysforseti
  • Þórunn Elísabet Bogadóttiraðstoðarritstjóri Kjarnans

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 934 eindir í 53 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 52 málsgreinar eða 98,1%.
  • Margræðnistuðull var 1,76.