Dómgreindarleysi ráðherra og hneykslismál flokksins
Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir
2025-03-21 18:12
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Siðfræðingur segir ekkert annað hafa verið í stöðunni fyrir Ásthildi Lóu Þórsdóttur barnamálaráðherra en að segja af sér. Mál hennar sýni ákveðið dómgreindarleysi og best hefði verið ef hún hefði ekki tekið embætti. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Við leitum viðbragða stjórnarandstöðunnar við málinu í kvöldfréttum og rennum yfir fjölmörg mál Flokks fólksins, sem vakið hafa gagnrýni og hneyksli á fyrstu þremur mánuðum ríkisstjórnarinnar.
Við ræðum við formann foreldrafélags Breiðholtsskóla en foreldrar í hverfinu hafa tekið höndum saman um reglulegt foreldrarölt til að reyna að lægja ofbeldisöldu í hverfinu.
Og við kíkjum á samkomu í tilefni Alþjóðadags einstaklinga með Downs heilkenni í beinni útsendingu.
Í sportpakkanum kíkjum við á okkar mann Aron Guðmundsson, sem er kominn til Spánar með karlalandsliðinu í fótbolta, sem þarf að vinna upp eins marks forystu Kósóva.
Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.
Nafnalisti
- Aron Guðmundssoníþróttablaðamaður Fréttablaðsins
- Ásthildur Lóa Þórsdóttirformaður Hagsmunasamtaka heimilanna
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 147 eindir í 8 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 7 málsgreinar eða 87,5%.
- Margræðnistuðull var 1,71.