Skipað í valnefndir vegna stjórna stærri ríkisfyrirtækja
Ritstjórn Viðskiptablaðsins
2025-03-06 14:17
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra hefur skipað tvær valnefndir til að meta hæfni og óhæði þeirra einstaklinga sem gefa kost á sér til stjórnarsetu í stærri ríkisfyrirtækjum. Nefndirnar eru skipaðar til árs í senn.
„Valnefndirnar tilnefna tvo aðila fyrir hvert stjórnarsæti og skal ráðherra velja úr þeim hópi í stjórnirnar,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins.
Sjá einnig]] Tekur fyrir pólitískar tilnefningar í stjórnir ríkisfyrirtækja
Daði Már setti nýlega reglur um val á einstaklingum til stjórnarsetu í ríkisfyrirtækjum sem ætlað er að tryggja að tilnefndir stjórnarmenn veljist á grundvelli hæfni, menntunar eða reynslu.
Í valnefnd almennra ríkisfyrirtækja voru skipuð:
Sverrir Briem er með BA gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í sama fagi frá Kaupmannahafnarháskóla. Hann er ráðgjafi og einn af eigendum Hagvangs ráðningarstofu. Sverrir var formaður valnefndar Bankasýslunnar frá 2021 og þar til Bankasýslan var lögð niður.
Ólafía B. Rafnsdóttir er sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Hún sat í valnefnd Bankasýslunnar frá 2021 þar til hún var lögð niður. Hún var ráðgjafi hjá Attentus frá 2018–2024. Ólafía er með MBA frá Háskóla Íslands.
Þórir Skarphéðinsson er cand.jur. frá Háskóla Íslands og LL.M frá Háskólanum í Lundi. Þórir starfar í dag sem lögmaður og lgfs. hjá Betri stofunni fasteignasölu. Þórir hefur víðtæka reynslu af lögmannsstörfum, bæði sem eigandi að lögmannsstofum en einnig úr viðskiptalífinu og stjórnsýslunni. Þá hefur hann setið í stjórnum innlendra og erlendra fyrirtækja.
Í valnefnd orkufyrirtækja voru skipuð:
Fyrrnefndur Sverrir Briem situr í báðum valnefndum.
Erna Agnarsdóttir hefur verið mannauðsstjóri Kviku banka frá 2021 en var áður mannauðsstjóri TM frá 2017 til 2021. Hún starfaði við mannauðsmál hjá Actavis á Íslandi frá 2010 til 2017. Hún lauk BA prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands og MSc prófi í sálfræði, með áherslu á vinnusálfræði, frá Kaupmannahafnarháskóla.
Helgi Þór Ingason er prófessor, formaður stjórnar MPM-náms og forstöðumaður rannsóknaseturs Háskólans í Reykjavik um sjálfbæra þróun. Helgi Þór starfaði um tíma sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur og framkvæmdastjóri SORPU bs. Hann er með doktorsgráðu í framleiðsluferlum í stóriðju frá Norska Tækniháskólanum í Þrándheimi, MSc í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og CSPM í verkefnastjórnun frá Stanford University.
Nafnalisti
- Actavisíslenskt lyfjafyrirtæki
- Attentusráðgjafafyrirtæki
- Daði Már Kristóferssonfráfarandi forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands
- Erna Agnarsdóttir
- Helgi Þór Ingasonprófessor við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík
- Ólafía B. Rafnsdóttirfyrrverandi formaður VR
- Reykjavikbetrireykjavik. is
- Stanford University
- Sverrir Briemráðgjafi og einn eigandi Hagvangs
- Þórir Skarphéðinssonlögmaður
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 363 eindir í 26 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 23 málsgreinar eða 88,5%.
- Margræðnistuðull var 1,65.