Spennan magnast á lokametrum Olísdeildarinnar
Anna Sigrún Davíðsdóttir
2025-03-19 21:45
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Næstsíðustu umferð Olísdeildar karla í handbolta lauk í kvöld.
FH sigraði KA eftir dramatískar lokamínútur, 25–26. FH komst sex mörkum yfir en leikar stóðu jafnir á lokamínútu leiksins þar sem FH tókst að skora sigurmarkið. FH gat orðið deildarmeistarar í kvöld en til þess þurfti liðið að treysta á að Valur myndi tapa sínum leik. Valur tryggði þó öruggan sigur á HK, 25–33. Spennan lifir því áfram í síðustu umferð deildarinnar.
Eitt stig skilur FH og Val að í efstu tveimur sætunum. FH er í fyrsta með 33 stig og Valur stigi á eftir í öðru. Mummi Lú
Þá varð ljóst að Fjölnir mun falla niður í 1. deild en liðið tapaði gegn Aftureldingu, 34–20.
Önnur úrslit
ÍR 34–32 Stjarnan
Fram 43–36 ÍBV
Haukar 29 — 29 Grótta
Staðan í Olísdeildinni fyrir lokaumferð.
Nafnalisti
- Fjölnirungmennafélag
- Mummi Lúljósmyndari
- ValurÍslandsmeistari
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 153 eindir í 15 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 14 málsgreinar eða 93,3%.
- Margræðnistuðull var 1,77.