Íþróttir

Valsmenn flugu í úrslitaleikinn

Jóhann Páll Ástvaldsson

2025-03-19 21:42

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Valsmenn eru komnir í bikarúrslit karla í körfubolta eftir 6791 sigur gegn Keflavík. Þar mæta þeir KR á laugardaginn kemur. Þetta er níundi sigurleikur Vals í röð í öllum keppnum.

Viðtöl og helstu tilþrif leiksins birtast hér innan skamms.

Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta. Keflvíkingar komu grimmir inn í leikinn og leiddu 40. Staðan var 1921 Valsmönnum í vil honum loknum.

Í öðrum leikhluta stungu Valsmenn af og unnu hann með 30 stigum gegn 16. Staðan því 3551 og forskotið 16 stig. Valsmenn skutu afar vel utan af velli og voru með 81% skotnýtingu í tveggja stiga skotum og 50% skotnýtingu í þriggja stiga skotum um miðjan þriðja leikhluta. Þeir hreinlega skutu Keflvíkinga í kaf á tímabili.

Mummi Lú

Keflvíkingar sáu ekki til sólar

Keflvíkingar réttu örlítið úr kútnum í þriðja leikhluta en þeir þurftu vinna upp of stórt forskot. Þegar leið á leikhlutann stigu Valsmenn aftur í bensíngjöfina. Fyrst setti Joshua Jefferson niður þrist lengst, lengst utan af velli. Í næstu sókn setti Taiwo Badmus niður alley-oop troðslu og þar með var allt loft úr segli Keflvíkinga. Valsmenn unnu þriðja leikhluta 1426 og staðan 4977 honum loknum.

Fjórði leikhluti var einungis formsatriði. Þegar helmingur af honum var liðinn gátu Valsmenn leyft sér hvíla Kára Jónsson og Kristófer Acox. Skömmu síðar var allt byrjunarliðið komið á bekkinn enda munurinn rúmlega 20 stig.

lokum vannst öruggur 24 stiga sigur og Valsmenn gátu leyft trommusólóinu hans Baldurs Bongós óma um Smárann.

Valsmenn hafa fjórum sinnum áður orðið bikarmeistarar. Síðast var það árið 2023 en þeir unnu einnig árin 1980, 1981 og 1983.

Hvenær eru bikarúrslitin?

Því mætast erkifjendurnir Valur og KR í bikarúrslitum karla á laugardaginn kemur. Leikurinn er í beinni útsendingu á RÚV klukkan 16:30.

Grindavík og Njarðvík mætast í bikarúrslitum kvenna. leikur hefst klukkan 13:30. Báðir leikirnir fara fram í íþróttahúsinu Smáranum í Kópavogi.

Nafnalisti

  • Baldur Bongós
  • Joshua Jeffersonlykilmaður
  • Kári Jónssonlandsliðsmaður í körfubolta
  • Kristófer Acoxlandsliðsmaður í körfubolta
  • Mummi Lúljósmyndari
  • Taiwo Badmusleikmaður Tindastóls
  • ValurÍslandsmeistari

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 344 eindir í 30 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 29 málsgreinar eða 96,7%.
  • Margræðnistuðull var 1,68.