Ákærðir fyrir að nauðga ólögráða stúlku og taka verknaðinn upp
Grétar Þór Sigurðsson
2025-04-03 15:12
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Tveir ungir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir nauðgun og fyrir að hafa tekið nauðgunina upp á myndband. Í ákæru segir að mennirnir hafi framið brotin á þáverandi dvalarstað meints brotaþola í fyrra. Karl Ingi Vilbergsson varahéraðssaksóknari staðfestir við fréttastofu að báðir mennirnir hafi verið ólögráða þegar brotið átti að hafa átt sér stað.
Hinir ákærðu eru sakaðir um að hafa notfært sér ölvun ólögráða stúlku. Báðir eru þeir sakaðir um að hafa haft við hana samræði þar sem hún lá sofandi í rúmi sínu og gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar og svefndrunga.
Mennirnir eru einnig sakaðir um að hafa tekið verknaðinn upp á myndband, án samþykkis og vitneskju stúlkunnar.
Málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness í gær. Þess er krafist að hinir ákærðu verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Faðir meints brotaþola fer einnig fram á að mennirnir tveir greiði dóttur sinni sex milljónir í skaða- og miskabætur.
Nafnalisti
- Karl Ingi Vilbergssonsaksóknari hjá embætti héraðssaksóknara
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 156 eindir í 9 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 9 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,78.