Stjórnmál

„Þú skreiðst upp í til fimmtán ára stráks“

Ritstjórn mbl.is

2025-03-21 18:07

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Konan sem óskaði eftir fundi með forsætisráðherra, og hóf þar með atburðarás sem endaði með afsögn barna- og menntamálaráðherra, kveður sér hafa ofboðið Ásthildur hafi haft samræði við 15 ára strák.

Enn fremur segir hún forsætisráðuneytið hafi fullvissað hana um trúnaðar yrði gætt.

Eins og ég sagði við hana þegar hún hringdi í mig: Ég sagði, ástæðan fyrir því ég vil þú víkir sem barnamálaráðherra, þú skreiðst upp í til fimmtán ára stráks og það er nóg fyrir mig, segir Ólöf Björnsdóttir, konan sem um ræðir, í viðtali við Ríkisútvarpið.

Kvaðst ekki vera bjóða Ásthildi á fundinn

Ólöf hafði samband við forsætisráðuneytið og bað Kristrúnu um fund. Þann 11. mars ítrekaði hún erindið og óskaði eftir stuttum fundi með Kristrúnu.

Góðan daginn, ég bið um stuttan fund með Kristrúnu Frostadóttur, en það varðar Ásthildi Lóu Þórsdóttur, það er í góðu lagi hún sitji líka fundinn, ef Kristrún vill það. Liggur á, segir í póstinum.

Hún tekur fram hún hafi ekki með þessu boðið Ásthildi Lóu á fundinn heldur aðeins benda Kristrúnu á það þegar hún væri búin vita hvert málefnið væri þá mætti Kristrún bjóða Ásthildi á fundinn.

Var fullvissuð um trúnað af forsætisráðuneytinu

Aðstoðarmaður Kristrúnar sýndi Ásthildi nafnið á konunni, Ólöfu, þann sama dag. Ásthildur kvaðst ekki vita hver konan væri en hafði engu að síður samband við hana 16. mars.

Ólöf segir Ásthildur Lóa hafi talað við sig í 45 mínútur og reynt segja sér það sem gerðist milli hennar og barnsföður hennar hefði verið öðruvísi en hún héldi.

Ólöf ræddi á engum tímapunkti við Ásthildi Lóu áður en hún hafði samband við forsætisráðuneytið. Hún kveðst hafa haft samband við forsætisráðuneytið áður en hún sendi nokkuð til ganga úr skugga um trúnaður ríkti um það sem kæmi þar fram.

Ég vildi ekki senda neitt nema vera viss um það færi ekki út um borg og .

Nafnalisti

  • Ásthildurhjúkrunarfræðingur
  • Ásthildur Lóa Þórsdóttirformaður Hagsmunasamtaka heimilanna
  • Kristrúnkaupréttarhafi
  • Kristrún Frostadóttirformaður
  • Ólöf Björnsdóttir

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 347 eindir í 16 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 15 málsgreinar eða 93,8%.
  • Margræðnistuðull var 1,65.