Veður­stofan ekki búin að af­skrifa gosið með öllu

Jakob Bjarnar

2025-04-03 15:16

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Í uppfærslu á skýrslu sem jarðvísindamenn Veðurstofunnar hafa skrifað segir stuttu eldgosi lokið, en sjálftavirkni mælist áfram. Landsig mælist ekki lengur í Svartsengi.

Atburðinum er ekki lokið því áfram mælist nokkur fjöldi smáskjálfta á norðurhluta kvikugangsins. Þá segir ólíklegt með tímanum gosopnun myndist yfir norðausturhluta kvikugangsins, eins og óttast var um tíma.

En enn ríkir þó töluverð óvissa um framhaldið, einkum meðan enn mælist mikill fjöldi smáskjálfta á norðurenda kvikugangsins.

Kvikuflæði undan Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina orðið það lítið landsig mælist ekki lengur.

Aflögunarmælingar á næstu dögum og vikum muni varpa ljósi á hvernig kvikusöfnunin undir Svartsengi þróast en þessar mælingar sýni nyrsti hluti kvikugangsins hefur náð svæðinu tæplega fjóra kílómetra norðan við Keili.

Greining á vefmyndavélum, myndböndum úr drónaflugi og gasmælingum sýna eldgosið sem hófst kl. 9:44 morgni 1. apríl lauk um kl. 16:45 sama dag. Eldgosið stóð í rétt yfir í um 6 klst sem gerir það stysta eldgosið í þessari goshrinu á Sundhnúksgígaröðinni.

En ítrekað er atburðinum ekki lokið því áfram mælist nokkur fjöldi smáskjálfta á kvikuganginum, aðallega norður af Stóra-Skógfelli þó dregið hefur úr virkninni síðustu 12 klukkustundirnar.

Lítil skjálftavirkni mælist á suðurhluta kvikugangsins. Jarðskjálftavirkni við Reykjanestá, Eldey og Trölladyngju hefur einnig minnkað, en þar hefur verið gikkskjálftavirkni síðustu sólarhringa.

Þá kemur fram hættumat hafi verið uppfært og gildir það til 4. apríl klukkan 15:00, öllu óbreyttu.

Nafnalisti

    Svipaðar greinar

    Tölfræði

    • Textinn inniheldur 260 eindir í 13 málsgreinum.
    • Það tókst að trjágreina 10 málsgreinar eða 76,9%.
    • Margræðnistuðull var 1,63.