Heimsótti einstæða móður 44 barna

Ritstjórn mbl.is

2025-04-01 08:00

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Bandaríski ferðabloggarinn Drew Binsky hefur ferðast um allan heim síðustu ár, kynnst ólíkum menningarheimum, ótrúlegu fólki og skyggnst inn í hulda heima sem líklega fáir þekkja.

Hann heldur úti mjög vinsælli Youtube-síðu þar sem hann sýnir frá ævintýrum sínum og hefur sankað sér milljónum fylgjenda sem bíða spenntir eftir nýjum færslum frá honum.

Nýverið rifjaði Binsky upp ferðalag sitt til Úganda, en þangað ferðaðist hann fyrir rétt rúmu ári síðan til heimsækja konu sem kallast Mama Uganda, en fæddi 44 börn áður en hún varð fertug og ber í dag titilinn The World’s Most Fertile Woman.

Ferðabloggarinn eyddi deginum með Mama Uganda og börnum hennar og fékk hlýða á magnaða og átakanlega lífssögu hennar og fylgjast með degi í lífi þessarar einstæðu 44 barna móður.

Binsky hefur kynnst ótrúlegasta fólki á ferðalögum sínum og lagt ýmislegt á sig til heimsækja áhugaverða einstaklinga hvaðanæva úr heiminum.

Hann heimsótti meðal annars mann í Víetnam, Mr. Thai Ngoc, sem hefur ekki sofið dúr frá árinu 1962 og svo gerði hann sér einnig dagsferð frá Madríd til Amsterdam til hitta mann nafni Win Hof sem þrífst best í ísköldu umhverfi.

Binsky, sem kom til Íslands árið 2022, að vísu ekki í fyrsta skipti, hefur heimsótt öll lönd í heiminum, og nokkur oftar en einu sinni, sem tók hann heil 12 ár gera. Hann hefur frætt fylgjendur sína um alls kyns staði, hefðir og hætti og hvatt marga til leggja land undir fót.

Nafnalisti

  • Drew Binsky
  • Mama Uganda
  • Thai Ngoc
  • The World’s Most Fertile Woman
  • Winforseti landsins

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 257 eindir í 8 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 7 málsgreinar eða 87,5%.
  • Margræðnistuðull var 1,62.