Sæki samantekt...
Félagið Ísland-Palestína segir vegna orða Ingu Sæland ráðherra í ríkisstjórn Íslands að hún sendi börnunum á Gaza ást og kærleika, að kveðjur einar og sér dugi ekki til að bjarga lífi barnanna.
„Hún [Inga Sæland] ætlar að senda börnunum á Gaza ást og kærleika. Það er verið að drepa þau. Ást og kærleikur munu ekki bjarga börnunum á Gaza,“ segir í ályktun frá félaginu Ísland-Palestína.
„Við þurfum refsiaðgerðir, það þarf viðskiptaþvinganir, það þarf að styðja kæru Suður-Afríku fyrir alþjóðadómstólnum fyrir brot á sáttmála Sameinuðu Þjóðanna um þjóðarmorð. Við þurfum að útiloka Ísrael frá öllu alþjóðasamstarfi annars mun Ísrael halda áfram þjóðernishreinsunum og þjóðarmorði sínu á Gaza og á Vesturbakkanum. Palestína getur ekki beðið. Þau eru búin að bíða í 18 mánuði og 76 ár. Nú er kominn tími aðgerða.“
Nafnalisti
- Inga Sælandformaður
- Ísland-Palestínafélag
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 146 eindir í 9 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 8 málsgreinar eða 88,9%.
- Margræðnistuðull var 1,72.