Slepptu því að spila seinni hálfleik: „Á byrjunarstigi að fá kalblett“
Jóhann Páll Ástvaldsson
2025-04-01 16:31
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Leikur Álftaness á móti Haukum hefur vakið athygli. Liðin mættust í 1. umferð bikarkeppni karla í fótbolta en leik var hætt í hálfleik sökum slydduhríðar. Þá leiddu Haukar 0–3 og Álftnesingar voru manni færri. Seinni hálfleikurinn var aldrei spilaður og mótanefnd KSÍ ákvað að Haukar skyldu fara áfram. Hvers vegna?
Sigurður Brynjólfsson þjálfari Álftnesinga fór yfir leikinn. Hann ræddi um ísbað, kalbletti, af hverju seinni hálfleikur var aldrei spilaður og stemninguna á Álftanesi.
Þórgunnur Oddsdóttir
Hvað gerðist?
„Leiknum er aðallega frestað vegna þess að síðustu 25 mínúturnar í fyrri hálfleik þá er bara stanslaus slydduhríð. Báðir leikmannahópar komu í rauninni af vellinum hríðskjálfandi. Dómararar og línuverðir og allt. Þetta var bara eins og þeir væru að koma úr ísbaði.“
Leikur liðanna byrjaði klukkan 14:00 og veðrið þennan dag hafði einnig áhrif á annan leik. Klukkan 16:15 mættust Breiðablik og KA í Meisturum meistaranna. Þegar sá leikur var spilaður voru þrumur og eldingar. En það var ekki ástæðan fyrir því að leiknum var aflýst á Álftanesi.]]“ Þrumurnar og eldingarnar eru ekki byrjaðar á þessum tímapunkti.“ [[[[Halldór Árnason í grenjandi rigningu í leik Breiðabliks og KA í leik Meistarakeppni karla í fótbolta. RÚV/Mummi Lú
Bláar varir og mögulegur kalblettur
Sigurður lýsti erfiðum aðstæðum á OnePlus-vellinum á Álftanesi.]]“ Þetta var bara eins og menn hefðu verið að koma úr ísbaði í 40 mínútur. Það var bara stutt í ofkælingu hjá sumum.“ [[“ Allir voru að koma af vellinum með bláar varir og bláa putta. Mér skilst að einn leikmaðurinn í Haukum hafi verið á byrjunarstigi að fá kalblett á öxlina, þeim megin sem hríðin lenti á honum,“ bætti Sigurður við.
„Þannig að bæði þjálfarateymi og stjórnarmenn í báðum liðum, það voru allir sammála um þetta. Líka dómarar og línuverðir. Þetta var orðið spurning um hvort það væri verið að stefna leikmönnum hreinlega í hættu.“
Viðar Örn Kjartansson fagnar margi fyrir KA gegn Víking í bikarúrslitum 21. september 2024. Sigurður vill meina að Álftanes hefði aldrei átt möguleika á að mæta Víkingum í úrslitum í ár. RÚV/Mummi Lú
Þurftu að hringja margoft í KSÍ
Sigurður segir það hafa verið erfitt að fá leiknum aflýst um stund, þó allir sem komu að leiknum vildu að honum yrði hætt.
„Dómarinn hefur samband við mótanefnd KSÍ. Mótanefndin var hörð á því að það ætti að spila seinni hálfleikinn. Okkur fannst þarna reglur vera að trompa „common sense“ og stefna iðkendum í hættu. Þannig það voru nokkur símtöl fram og til baka.“
„Fyrsta planið var að færa leikinn inn í Haukahöll og klára seinni hálfleikinn tveimur tímum seinna. Sem okkur fannst líka bjánaskapur. Svo ræddum við þann möguleika að hreinlega bara sleppa seinni hálfleiknum. Þetta var náttúrulega orðin frekar döpur staða fyrir okkur.“
Mjólkurbikarinn. RÚV/Almarr Ormarsson
Fordæmi fyrir því að hætta leik í hálfleik
Seinni hálfleikurinn verður aldrei spilaður og Haukar því komnir áfram í 2. umferð. Haukar voru 0–3 yfir í hálfleik eftir tvennu Ólivers Þorkelssonar og Alexanders Aronar Tómassonar. Hilmir Ingi Jóhannsson fékk beint rautt spjald á 42. mínútu.
Í leikskýrslu KSÍ stendur: „Leik hætt á 45. mínútu. Úrslit leiksins standa. Ákvörðun mótanefndar.“
„Mótanefndin var á því að það ætti alltaf að spila seinni hálfleikinn daginn eftir. Svo kemur í ljós að það eru einhver fordæmi fyrir þessu. Það voru nokkur símtöl á mánudeginum og svo var bara ákveðið að slaufa þessu.“
Þannig að þið mátuð það þannig að það væri ólíklegt að liðið kæmi til baka?
„Ég myndi ekki setja húsið mitt á það allavega“]]“ Við vorum 3-0 undir og manni færri. Það hefur svo sem ekki mikið upp á sig. Við erum aldrei að fara að lenda á móti Víkingum í úrslitaleik, skilurðu. Þannig við getum alveg eins farið út núna bara,“ sagði Sigurður. [[Haukar sækja því Elliðamenn heim 3. apríl næstkomandi. Við fáum aldrei að vita hvort tíu Álftnesingar hefðu náð einni bestu endurkomu allra tíma.
Anton Ari Einarsson í leik Breiðabliks og KA í Meistarakeppni karla í fótbolta 2025. Einhverjir kölluðu eftir því að leiknum yrði aflýst vegna eldinga. RÚV/Mummi Lú
Kallar eftir regluverki
Sigurður kallar eftir því að KSÍ skapi einhvers konar regluverk utan um leiki í ofsaveðri.
„Það verður að búa til eitthvað regluverk utan um svona. Að það sé hreinlega ekki verið að stofna leikmönnum í hættu, bara út af því að einhver stafur á blaði trompi „common sense“. Þannig að við séum ekki að lenda í svona í framtíðinni. Að þurfa að standa í alls konar æfingum til þess að það sé hægt að slá leiknum á frest.“
Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, í leik árið 2023. Mummi Lú
„Þetta er náttúrulega eina liðið í bænum“
Álftanes leikur í 4. deild eftir að hafa komist upp. Körfuboltinn í bæjarfélaginu hefur verið í mikilli uppsveiflu og nú virðist komið að fótboltanum.
„Við erum mjög vel stemmdir. Við erum búnir að bæta við okkur sterkum leikmönnum í þær stöður sem við töldum okkur þurfa styrkingu. Þetta er náttúrulega ný deild en við hlökkum mjög mikið til sumarsins.“
IMAGO
Er komin góð stemning í bænum fyrir liðinu?]]“ Þetta er náttúrulega eina liðið í bænum, þó að þetta sé nú partur af Garðabæ. En þú getur spurt hvaða Álftnesing sem er að því, hvort hann telji sig vera Garðbæing,“ sagði Sigurður og telur ljóst að þeir muni ekki standa á svörum. [[“ Með árangri kemur stuðningur. Við áttum ansi gott sumar í fyrra þannig að mætingin jókst alltaf. Við treystum á að það haldi áfram.“
Er stefnan sett á Mjólkurbikarinn á næsta ári? „ Já, það væri fínt að setja það á planið fyrir 2026,“ sagði Sigurður að lokum.
RÚV/Almarr Ormarsson
Lokaleikur fyrstu umferðar bikarkeppni karla fer fram í dag klukkan 18:00. Þá mætast Völsungur og Dalvík/Reynir
Önnur umferð verður leikin í aprílbyrjun. RÚV sýnir beint frá völdum leikjum og öll mörkin í 32 — liða úrslitum sem fara fram 17. og 19. apríl.
Keppni í bikarkeppni kvenna hefst með 1. umferð sem fer fram dagana 17. til 21. apríl.
Nafnalisti
- Alexander Aronar Tómasson
- Almarr Ormarssonknattspyrnumaður
- Anton Ari Einarssonmarkvörður
- Halldór Árnasonaðstoðarþjálfari Breiðabliks
- Hilmir Ingi Jóhannsson
- Kjartan Atli Kjartanssonþáttastjórnandi Körfuboltakvölds
- Mummi Lúljósmyndari
- Óliver Þorkelsson
- Reyniraðstoðarþjálfari Fylkis á síðasta tímabili
- Sigurður Brynjólfssonaðstoðarþjálfari Gróttu
- Viðar Örn Kjartanssonlandsliðsmaður
- Víkingurknattspyrnufélag
- Þórgunnur OddsdóttirRÚV
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 1112 eindir í 93 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 81 málsgrein eða 87,1%.
- Margræðnistuðull var 1,67.