Sonur goðsagnarinnar datt í lukkupotinn og fékk treyju frá stórstjörnunni
Victor Pálsson
2025-04-01 18:40
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Sonur Jamie Carragher datt í lukkupottinn í landsleikjahlénu en hann hefur kosið það að spila fyrir landslið Möltu.
James Carragher er maðurinn og spilar hann fyrir Wigan á Englandi en hann var löglegur fyrir Möltu í gegnum afa sinn og ömmu.
Jamie er nafn sem flestir kannast við en hann gerði garðinn frægan með bæði Liverpool og enska landsliðinu á sínum tíma.
Jamie staðfestir það að sonur sinn hafi fengið treyju Robert Lewandowski, leikmanns Barcelona og Póllands, eftir leik liðanna í þessum mánuði.
„James fékk að byrja báða leikina, ég var viss um að það myndi ekki gerast, þetta var í fyrsta sinn sem hann var í hópnum,“ sagði Carragher.
„Honum tókst að fá treyju Lewandowski, það er sannleikurinn! Hann fékk að spila á móti honum síðustu 20 mínúturnar.“
Nafnalisti
- James Carragher
- Jamiegóður maður
- Jamie Carragherfyrrum leikmaður Liverpool
- Robert Lewandowskiframherji Bayern Munchen
- WiganCdeildarlið
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 138 eindir í 7 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 6 málsgreinar eða 85,7%.
- Margræðnistuðull var 1,55.