Frederiksen: „Maður innlimar ekki bara lönd annarra“
Þorgrímur Kári Snævarr
2025-04-04 01:38
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, er stödd á Grænlandi, þar sem hún fundaði í dag með nýjum formanni landstjórnarinnar, Jens-Frederik Nielsen, og forvera hans, Múte B. Egede. Hún verður á Grænlandi í þrjá daga til að sýna fram á stuðning og samheldni með Grænlendingum í ljósi ítrekaðra hótana Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að innlima Grænland í Bandaríkin.
Frederiksen, Nielsen og Egede héldu sameiginlegan blaðamannafund þar sem Frederiksen sendi Trump skýr skilaboð. „Maður innlimar ekki bara lönd annarra,“ sagði Frederiksen. „Ekki einu sinni með röksemdum um alþjóðlegt öryggi.“
Öll þrjú voru engu að síður á sama máli um að Bandaríkin yrðu áfram mikilvægur samstarfsaðili Grænlands.
„Samstarf okkar með Bandaríkjunum hefur staðið yfir í næstum 80 ár, herstöð þeirra í landinu hefur tryggt varnir okkar og við viljum vinna með þeim í verslunarmálum, en við erum ekki til sölu,“ sagði Múte B. Egede.
„Samræður eru að sjálfsögðu vegurinn fram á við, en þó er mikil óvissa þar sem nú eru engar samræður,“ sagði Nielsen. „Þess vegna er mikilvægt að samræður fari fram á grundvelli virðingar.“
Frederiksen ávarpaði Bandaríkjamenn beint, á ensku, og sagði deilurnar sem Bandaríkin eiga nú við í tengslum við Grænland og Danmörku snúast um heimsskipan allra landa. „Fárviðrið sem skollið hefur á ykkur og á okkur er ofsafengið og það er rétt byrjað.“
Fréttamenn danska ríkisfjölmiðilsins DR sögðu Grænlendinga hafa tekið Frederiksen vel og sumir þeirra hefðu hrópað „Hej, Mette!“ út um glugga sína.
Nafnalisti
- Donald Trump Bandaríkjaforsetafrændi hennar
- Hejfyndinn frasi
- MetteFredriksen, forsætisráðherra Danmerkur
- Mette Frederiksenforsætisráðherra
- Múte B. Egedeformaður landsstjórnar Grænlands
- Trumpkjörinn forseti Bandaríkjanna
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 266 eindir í 12 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 11 málsgreinar eða 91,7%.
- Margræðnistuðull var 1,62.