Sæki samantekt...
Erling Haaland haltraði meiddur af velli í dag þegar Manchester City lagði Bournemouth í 8 — liða úrslitum enska bikarsins 1–2. Haaland meiddist á ökkla og yfirgaf völlinn eftir leik á hækjum en enn er allt á huldu um alvarleika meiðslanna.
Pep Guardiola, stjóri City, var spurður út í meiðslin eftir leik en gat engin svör gefið. Haaland fer í læknisskoðun á morgun og þá munu væntanlega öll smáatriðin liggja fyrir. Stuðningsmenn City bíða frekari frétta með öndina í hálsinum en róuðust sennilega ekki mikið þegar Haaland sást yfirgefa völlinn á hækjum og rúmlega það.
BREAKING: Erling Haaland left Bournemouth with his left foot/ankle in a protective boot following the injury sustained in the second-half.
🎥 TikTok: celebstarclips pic.twitter.com/DNB 2 H8 phyh]]-City Xtra (@City_Xtra) March 30, 2025
Það verður að teljast líklegt að Haaland missa af einhverjum leikjum á næstunni en City á leik gegn Leicester 2. apríl og svo gegn Manchester United þann 6. apríl.
Nafnalisti
- DNBnorskur banki
- Erling Haalandframherji
- Manchester Cityenskt úrvalsdeildarlið
- Manchester Unitedenskt knattspyrnufélag
- Marchaðstoðarmaður Rangnick
- Pep Guardiolaknattspyrnustjóri
- TikToksamfélagsmiðill
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 171 eind í 8 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 6 málsgreinar eða 75,0%.
- Margræðnistuðull var 1,70.