Viðskipti

Vínkaup-og veitinga­menn uggandi vegna hótana um ofurtolla

Hólmfríður Gísladóttir

2025-03-14 08:02

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Það mun koma harkalega niður á fjölda fyrirtækja í Bandaríkjunum ef Donald Trump Bandaríkjaforseti lætur verða af hótunum sínum um leggja allt 200 prósent toll á vín og aðra áfenga drykki frá Evrópu.

Frá þessu greinir New York Times en Trump sagðist á samfélagsmiðlum í gær myndu grípa til aðgerða ef Evróupsambandið félli ekki frá 50 prósent tollum á bandarískt viský og fleiri vörur.

Þess ber geta tollar ESB eru svar við tollaákvörðunum Trump sem tóku gildi í síðustu viku.

Ég held fólk átti sig ekki á því hversu miklu leyti víninnviðirnir hér byggja á evrópskri sölu, segir Chris Leon, eigandi vínverslunarinnar Leon & Sons í New York. Ef vínin frá Evrópu séu tekin út úr jöfnunni hafi menn minna á milli handanna til kaupa önnur vín, til mynda bandarísk vín.

Vínbransinn vestanhafs glímir þegar við ýmsa erfiðleika, meðal annars vegna minnkandi sölu og lokana víngerða. Þá hafa loftslagsbreytingar haft áhrif á framleiðsluna.

Þessi til viðbótar hafa tollar Trump á vörur frá Kanada og Mexíkó haft áhrif en Kanadamenn hafa til mynda svarað með því taka bandarísk áfengi úr hillunum hjá sér.

Við höfum öll verið bíða eftir næstu náttúruhamförum. Þetta eru ónáttúrulegar hamfarir, segir John Williams, eigandi fjölskylduvínframleiðandans Frog's Leap í Napa.

Vínsalar í Bandaríkjunum eru þegar farnir birgja sig upp af víni frá Evrópu en meðal annarra sem ofurtollar myndu koma niður á nefna veitingastaði, sem myndu annað hvort þurfa hætta bjóða upp á evrópskt vín með matnum eða greiða fyrir það himinhátt verð.

Nafnalisti

  • Chris Leon
  • Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
  • Frog's Leap
  • John Williamsþáverandi stjórnarformaður hjá Blackburn Rovers
  • New York Timesbandarískt dagblað
  • Sonshljómsveit

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 273 eindir í 11 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 10 málsgreinar eða 90,9%.
  • Margræðnistuðull var 1,70.