Stjórnmál

Sjálfstæðisflokkur stærstur samkvæmt nýrri könnun

Brynjólfur Þór Guðmundsson

2025-03-26 18:53

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 24,3 prósenta fylgi í nýrri skoðanakönnun Maskínu sem Stöð 2 greindi frá í kvöldfréttum sínum. Samfylkingin mælist með 23,3 prósent í sömu könnun. Samkvæmt því er Sjálfstæðisflokkurinn í fyrsta skipti í tvö ár flokkur sem mælist með mest fylgi.

Könnunin var gerð 5. til 19. mars. Það er eftir Guðrún Hafsteinsdóttir var kosin formaður Sjálfstæðisflokksins en áður en Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, sagði af sér sem mennta- og barnamálaráðherra.

Viðreisn mælist sem fyrr þriðji stærsti flokkur landsins, með 14,8 prósenta fylgi. Miðflokkurinn fengi 10,9 prósent samkvæmt könnuninni og Flokkur fólksins 8,5 prósent. Framsóknarflokkurinn mælist sem fyrr minnsti flokkurinn sem nær inn á þing, með 6,8 prósenta fylgi.

Sósíalistaflokkurinn er hárfínt undir fimm prósenta markinu sem þarf til jöfnunarsæti. Hann fengi því aðeins kjörinn þingmann ef einhver frambjóðenda hans næði inn sem kjördæmakjörinn.

Vinstri græn mælast með 3,3 prósent og Píratar með 3,1 prósent.

Ábyrg framtíð og Lýðræðisflokkurinn eru bæði skráð með 0 prósent í frétt Stöðvar 2.

Samkvæmt þessu eru stjórnarflokkarnir með 46,6 prósenta fylgi. Stjórnarandstöðuflokkarnir mælast með 42,0 prósent. Aðrir flokkar samanlagt 11,3 prósent í könnuninni en óvíst er hvort það myndi skila þeim þingsætum.

All nokkur munur er á niðurstöðum þessarar könnunar, sem gerð var á hálfum mánuði í mars, og síðasta Þjóðarpúlsi Gallups, sem var gerður í síðasta mánuði. Þar mældist Samfylkingin stærst með 26,0 prósenta fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn næst stærstur með 21,5 prósent.

Nafnalisti

  • AllAcute Lymphocytic Leukemia
  • Ásthildur Lóa Þórsdóttirformaður Hagsmunasamtaka heimilanna
  • Guðrún Hafsteinsdóttirfyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins
  • Vinstri græneinfaldlega þannig flokkur sem segir

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 237 eindir í 17 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 16 málsgreinar eða 94,1%.
  • Margræðnistuðull var 1,79.