Íþróttir

Njarðvík er bikarmeistari í annað sinn

Anna Sigrún Davíðsdóttir

2025-03-22 15:08

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Njarðvík er bikarmeistari kvenna í körfubolta. Liðið mætti Grindavík í spennandi úrslitaleik í dag og sigraði 8174. Þetta var í fyrsta sinn sem liðin mætast í úrslitaleik bikarkeppninnar. Þetta er annar bikarmeistaratitill Njarðvíkur, liðið vann síðast árið 2012.

Fyrsti leikhluti var sérlega spennandi, liðin skiptust á forystunni. Fyrstu mínúturnar náði Grindavík sjö stiga forystu en Njarðvík svaraði og jafnaði leika í stöðunni 1313. Þá hófust spennandi mínútur þar sem mjótt var á munum. Stigin stóðu jöfn eftir fyrsta leikhluta, 2121. Njarðvík sótti hart í öðrum leikhluta og hafði allt tíu stiga forystu. Grindvíkingar leituðu lausna en staðan í hálfleik var 4234 fyrir Njarðvík.

Mummi Lú

Snemma þriðja leikhluta náði Njarðvík fimmtán stiga forystu, 5338. Grindvíkingar voru hins vegar ekki af baki dottnir og svöruðu. Liðið minnkaði muninn í eitt stig, 5958. Þriðja leikhluta lauk með tveggja stiga forystu Njarðvíkur, 6159.

Spennan var mikil í fjórða og síðasta leikhluta en Grindavík jafnaði leikana snemma í 6161. Þá tók Njarðvík við stigaskorunum og skoraði næstu átta stig. Grindavík steig þá upp nýju og jafnaði leikinn í 73-73 þegar rúmar þrjár mínútur lifðu leiks. Grindavík skoraði næstu fimm stig og Emilie Sofie Hessendal skoraði mikilvægan þrist. Munurinn var því fimm stig, 7873, þegar 46 sekúndur voru eftir. Áfram hélt Njarðvík og tryggði lokum sigur, 8174.

Mummi Lú

Viðtöl væntanleg innan skamms.

Nafnalisti

  • Emilie Sofie Hessendal
  • Mummi Lúljósmyndari

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 264 eindir í 23 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 21 málsgrein eða 91,3%.
  • Margræðnistuðull var 1,94.