Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa

Ingvi Þór Sæmundsson

2025-04-04 12:02

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Umtalaðasti maður undirbúningstímabilsins í íslenska fótboltanum var Gylfi Þór Sigurðsson en félagaskipti hans frá Val til Víkings vöktu mikla athygli. En Breiðablik vildi líka hann.

Keppni í Bestu deild karla hefst á morgun þegar Íslandsmeistarar Breiðabliks taka á móti nýliðum Aftureldingar.

Blikar reyndu Gylfa þegar ljóst var hann yrði ekki áfram hjá Val en hann valdi fara til Víkinga.

Gylfi er í stóru hlutvekri í nýjustu auglýsingunni fyrir Bestu deildina. Eftir viðtal á Stöð 2 gengur hann inn í garðinn sinn. Þar mætir honum grænmálað grindverk og nokkrir leikmenn Breiðabliks vopnaðir málningargræjum.

Sem frægt var máluðu stuðningsmenn Breiðabliks skilti á Víkingsvelli græn fyrir úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra. Og í auglýsingunni tóku Blikar hlutina enn lengra og nutu meðal annars liðssinnis málarans og Blikans Hrafnkels Freys Ágústssonar.

Auglýsinguna sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Nafnalisti

  • Gylfi Þór Sigurðssonleikmaður Everton og íslenska landsliðsins
  • Hrafnkell Freyr Ágústssonsérfræðingur
  • ValurÍslandsmeistari
  • Víkingurknattspyrnufélag

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 145 eindir í 10 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 9 málsgreinar eða 90,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,47.