Stjórnmál

Bolungavík: hluti veiðigjalda renni til sveitarfélaga

Ritstjórn Bæjarins besta

2025-04-04 12:07

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Bolungarvíkurkaupstaður gerir ekki athugasemdir við sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af auðlindum í þjóðareign, þ.m.t. sjávarauðlindum, segir umsögn kaupstaðarins um frumvarp ríkisstjórnarinnar um hækkun veiðigjalda.

Sveitarfélagið lýsir hinsvegar yfir miklum áhyggjum af áhrifum frumvarpsins á minni útgerðir og fiskvinnslur. Aukin gjaldtaka muni án nokkurs vafa hafa umfangsmikil áhrif á greinina og öllum líkindum auka samþjöppun í greininni með tilheyrandi fækkun starfa. Jafnframt er líklegt aukin gjaldtaka muni leiða til minni samfélagsþátttöku sjávarútvegsfyrirtækja með afar neikvæðum áhrifum til lengri tíma.

Það hins vegar ekki sjá af þeim gögnum sem fylgja frumvarpinu nein greining hafi farið fram á áhrifum frumvarpsins á sveitarfélög. Stór og afgerandi hluti tekna Bolungarvíkurkaupstaðar komi frá útgerð og vinnslu í sveitarfélaginu. Frumvarpið geti því haft veruleg neikvæð áhrif á rekstur sveitarfélagsins og burði þess til viðhalda sterku og lifandi samfélagi.

Útgerð og fiskvinnsla í Bolungarvík hefur greitt milljarða í veiðigjöld á undanförum árum. Bolungarvíkurkaupstaður bendir á hluti eldisgjalds af fiskeldi rennur aftur til fiskeldissveitarfélagana og skorar á ríkisstjórn Íslands beita sömu pólitísku stefnumótun í þessari gjaldtöku.

Bolungarvíkurkaupstaður telur mikilvægt samhliða framlagningu frumvarpsins verði skýr stefnumörkun um ráðstöfun veiðigjaldsins af hálfu ríkisins.

Frumvarp um breytingar á lögum um veiðigjald er enn ein aðförin byggðastefnu Íslands, segir í umsögninni, og skorar Bolungarvíkurkaupstaður á ráðherra hægja á ferlinu og auka samráð við sveitarfélög og hagsmunaaðila með betri greiningarvinnu.

Nafnalisti

    Svipaðar greinar

    Tölfræði

    • Textinn inniheldur 240 eindir í 11 málsgreinum.
    • Það tókst að trjágreina 9 málsgreinar eða 81,8%.
    • Margræðnistuðull var 1,59.