Þrumuveðrið var öflugt á íslenskan mælikvarða
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
2025-03-31 08:36
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Þrumuveður sem gekk yfir landið sunnanvert í gær var öflugt á íslenskan mælikvarða. Elín Björk Jónsdóttir veðurfræðingur segir þrumuveður sjaldgæfara eftir því sem dregur nær pólunum en það sé nokkuð algengt á Íslandi á veturna. Elín Björk segir það koma henni á óvart þegar fólk segist ekki muna eftir þrumuveðri á Íslandi.
„Við sjáum oftar eldingaveður á Íslandi á veturna en á sumrin og þau fylgja oft miklum skúra- eða éljaklökkum en þetta gerði það ekki, þetta fylgdi bara þessari lægð sem slíkri,“ sagði Elín Björk í Morgunútvarpinu á Rás 2.
„Það voru aðstæðurnar og það má kannski segja að af því það er komið vor og sólin er farin að hita loftið við miðbaug og sunnan við okkur á meðan við erum enn með mjög kalt heimskautaloft fyrir norðan. Þannig að nú er í raun og veru aðeins að aukast munurinn á hitastiginu á þessum loftmössum sem við erum alltaf að kljást við að vera í hraðbrautinni fyrir.“
Hægt er að hlusta á viðtalið í heild í spilaranum hér að neðan.
Nafnalisti
- Elín Björk Jónsdóttirveðurfræðingur á Veðurstofu Íslands
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 170 eindir í 7 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 7 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,68.