Sakfelldir og dæmdir til að greiða 140 milljónir

Ritstjórn mbl.is

2025-04-04 12:29

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Héraðsdómur Reykjaness hefur sakfellt tvo karlmenn fyrir skattalagabrot.

Mennirnir hlutu skilorðsbundna fangelsisdóma og var gert greiða samtals tæpar 140 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs.

Héraðssaksóknari gaf út ákæru á hendur mönnunum í september í fyrra, eða þeim Gísla Rúnari Sævarssyni og Eiríki Hilmarssyni, fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum. Þeir voru daglegir stjórnendur einkahlutafélags, sem hefur verið afskráð. Starfsemi félagsins gekk út á kaup og sölu fasteigna, verktakastarfsemi á sviði þvotta og ræstinga, lánastarfsemi, rekstur húsnæðis og skylda starfsemi.

Stóðu ekki skil virðisaukaskatti og opinberum gjöldum

Ákæran er í tveimur liðum. Í þeim fyrri kemur fram þeir hafi ekki staðið skil á virðisaukaskattsskýrslum félagsins uppgjörstímabilin mars-apríl rekstrarárið 2019 til og með september-október rekstrarárið 2020. Þá hafi þeir ekki staðið ríkissjóði skil á virðisaukaskatti sem innheimtur var í starfseminni, vegna sömu uppgjörstímabila, samtals fjárhæð 40.702.017 kr.

Í öðrum lið ákærunnar segir þeir hafi ekki staðið skil á skilagreinum félagsins vegna staðgreiðslu opinberra gjalda á lögmæltum tíma, greiðslutímabilin ágúst rekstrarárið 2019 til og með janúar rekstrarárið 2020 og mars til og með ágúst rekstrarárið 2020. Og eigi staðið ríkissjóði skil á staðgreiðslu opinberra gjalda, sem haldið var eftir af launum starfsmanna félagsins greiðslutímabilin júní rekstrarárið 2019 til og með janúar rekstrarárið 2020 og mars til og með október rekstrarárið 2020.

Samtals fjárhæð kr. 28.624.239 hvað varðar Eirík og samtals fjárhæð kr. 28.321.097 hvað varðar Gísla.

Kröfðust sýknu

Gísli og Eiríkur kröfðust sýknu í málinu. Hvorugur þeirra taldi sig hafa verið daglegur stjórnandi félagsins og hvorugur taldi sig hafa borið ábyrgð á vanskilum virðisaukaskattskýrslna, virðisaukaskatts, skilagreinum og staðgreiðslu opinberra gjalda.

Fram kemur í dómi héraðsdóms, sem féll 28. mars, ljóst mennirnir störfuðu báðir hjá félaginu á þeim tíma sem um ræðir og voru á launaskrá þess. Eiríkur var auk þess skráður varastjórnarmaður og prókúruhafi frá stofnun og þar til hann sagði sig frá hvorutveggja í maí 2020. Í skýrslu skattrannsóknarstjóra í tengslum við málið er haft eftir B, sem var stjórnarmaður og skráður framkvæmdastjóri félagsins, Eiríkur hafi sagt sig úr varastjórn skömmu eftir Gísli hafi fengið á sig dóm sem B hafi ekki vitað af. En fram kemur í dómnum Gísli hafi verið sakfelldur í héraði 22. apríl 2020 fyrir brot á skattalögum.

Ljóst þeir hafi verið stjórnendur mati dómsins

Í niðurstöðukafla dómsins segir þegar horft til alls framanritaðs í málinu og þá sérstaklega þess félagið hafi í raun nokkurs konar arftaki þess félags sem Gísli hafði áður rekið, þess Eiríkur hafi ekki aðeins verið við full störf hjá félaginu heldur hafi hann verið frá stofnun og fram í maí 2020 einnig varastjórnarmaður og prókúruhafi félagsins, þess ekkert bendi til nokkur hærra settur en þeir hafi í raun verið við störf hjá félaginu, þess þeir hafi komið ítrekað fram fyrir hönd félagsins gagnvart viðskiptavinum og skrifað meðal annars undir verksamninga fyrir hönd félagsins, þykir verða leggja til grundvallar þeir hafi í raun verið stjórnendur félagsins á starfstíma þess, óháð formlegri skráningu.

Verður með hliðsjón af öllu framanrituðu leggja til grundvallar sönnuð sök sem þeim er gerð í ákæru, hafa sem daglegir stjórnendur félagsins vanrækt þau skil virðisaukaskattskýrslna og skilagreina og greiðslu þess virðisaukaskatts og staðgreiðslu sem greinir í ákæru, segir í dómi héraðsdóms.

Ákæra gefin út þremur árum eftir rannsókn skattrannsóknarstjóra

Tekið er fram við ákvörðun refsingar verði horfa til þess skattrannsóknarstjóri hafi lokið rannsókn sinni og vísað málinu til héraðssaksóknara 16. september 2021 og ákæra hafi verið gefin út rúmlega þremur árum síðar.

Þá segir Eiríki hafi ekki verið gerð refsing áður.

Bent er á með dómi Hæstaréttar Íslands 13. apríl 2022 hafi Gísli verið dæmdur í eins árs fangelsi fyrir brot gegn almennum hegningarlögum og lögum um virðisaukaskatt. Hann var þá enn fremur dæmdur til greiðslu 84.797.000 króna sektar í ríkissjóð.

Héraðsdómur segir þau brot sem Gísli sakfelldur fyrir hafi hann framið fyrir uppkvaðningu þess dóms og verði honum því gerður hegningarauki.

Gísli var dæmdur í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi og gert greiða 69 milljónir í sekt til ríkissjóðs. Eiríkur hlaut 10 mánaða skilorðsbundinn dóm og einnig gert greiða 69 milljóna kr. sekt.

Þá var Gísli dæmdur til greiða 2,7 milljóna kr. þóknun skipaðs verjanda síns og Eiríkur dæmdur til greiða 3,2 milljónir í þóknun skipaðs verjanda síns.

Nafnalisti

  • Eiríkur Hilmarssonframkvæmdastjóri Vísindagarða Háskóla Íslands
  • Gíslamargfalt þess virði
  • Gísli Rúnar Sævarsson
  • Héraðsdómur Reykjanessstjúpdóttir hans um tíma

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 758 eindir í 30 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 24 málsgreinar eða 80,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,59.