Gæði vatnsins í Hveragerði ekki viðunandi en ekki talin heilsuspillandi
Ritstjórn DV
2025-03-29 12:06
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
„Niðurstöður úr sýnatökum sem bárust fyrr í dag benda til að lyktar- og bragðgallar vatnsins orsakist af mengun úr jarðvegi. Mögulega hafi borun nýrrar neysluvatnsborholu á svæðinu komið hreyfingu á jarðveginn og orsakað skert gæði neysluvatns en ekki öryggi. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands ítrekar að vatnið er ekki talið heilsuspillandi þrátt fyrir að gæði þess séu ekki viðunandi“.
Þetta kemur fram í orðsendingu frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem birt var á vef Hveragerðisbæjar varðandi stöðuna á neysluvatni bæjarins.
Talsverð umræða hefur verið meðal íbúa Hveragerðis að skrýtin lykt og bragð hafi verið af vatninu sem kemur úr krönum bæjarins. Í áðurnefndri tilkynningu kemur fram að málið sé vel vaktað og regluleg sýni eru og verða áfram tekin og rannsökuð. Áfram sé unnið að því að greina hvað orsakaði bragð- og lyktargalla í neysluvatninu með margskonar prófunum, athugunum og útskolun úr vatnsveitukerfi bæjarins. Sú vinna sé í forgangi hjá bænum.
Þá er tekið fram að útskolun úr kerfinu geti tekið einhvern tíma og er þeim sem það kjósa bent á að nota flöskuvatn á meðan það stendur yfir.
Nafnalisti
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 180 eindir í 9 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 9 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,60.