Sæki samantekt...
Donald Trump forseti Bandaríkjanna segist ætla að hafa fund með Vladimír Pútín forseta Rússlands á morgun til að leitast við að fá Pútín til að samþykkja 30 daga vopnahlé í Úkraínu.
Úkraínumenn hafa sagst reiðubúnir að samþykkja vopnahléstillögu Bandaríkjamanna. Pútín sagðist á fimmtudag vera hlynntur vopnahléi að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Hann hefur ekki skýrt hver skilyrðin eru.
Aðspurður hvort reynt yrði að fá Rússa eða Úkraínumenn til að gefa eitthvað eftir sagði Trump að viðræður um skiptingu ákveðinna eigna væru þegar hafnar. Hann kvaðst búast við að þeir Pútín ræddu meðal annars um land og orkuver.
Trump og Pútín á fundi þeirra árið 2018, á fyrra kjörtímabili Trumps. AP
Nafnalisti
- Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
- Vladimír Pútínforseti
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 112 eindir í 8 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 8 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,55.