Íþróttir

Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó

Aron Guðmundsson

2025-03-19 08:40

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Mikael Neville Anderson mun ekki geta tekið þátt í komandi leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Kósovó vegna meiðsla.

Aron Guðmundsson skrifar frá Pristina í Kósovó.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá KSÍ núna í morgun en Mikael gat ekki tekið þátt á æfingu íslenska landsliðsins í gær vegna meiðslanna.

Ákvörðun um stöðu hans var tekin í gærkvöldi og ekki er búist við því annar leikmaður verði kallaður inn í hópinn í hans stað en það er þó ekki útilokað samkvæmt upplýsingum Vísis.

Umræddir leikir íslenska landsliðsins gegn Kósovó eru hluti af einvígi liðsins í Þjóðadeild UEFA. Beri Ísland sigur úr býtum heldur liðið sæti sínu í B-deildinni.

Leikirnir verða þeir fyrstu hjá liðinu undir stjórn nýs landsliðsþjálfara, Arnars Gunnlaugssonar.

Fyrri leikur Íslands og Kósovó fer fram á Fadil Vokrri leikvanginum í Pristina annað kvöld. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 19:45. Seinni leikur liðanna fer svo fram í Murcia á sunnudaginn kemur og hið sama gildir um hann.

Nafnalisti

  • Arnar Gunnlaugssonþjálfari
  • Aron Guðmundssoníþróttablaðamaður Fréttablaðsins
  • Fadil Vokrriforseti knattspyrnusambands Kósóvó
  • Mikael Neville Andersoníslenskur landsliðsmaður
  • Pristinahöfuðborg
  • Stöð 2 Sporthluti af Sportpakkanum
  • Þjóðadeild UEFAA landslið karla

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 169 eindir í 10 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 9 málsgreinar eða 90,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,69.