Pútín leggur til stjórnarskipti í Úkraínu
Hugrún Hannesdóttir Diego
2025-03-28 02:04
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Vladimír Pútín Rússlandsforseti leggur til að tímabundin ríkisstjórn taki við völdum í Úkraínu þar til hægt verði að halda kosningar í landinu. Frá þessu greina rússneskir fjölmiðlar.
Hann sagði að hægt væri að ræða myndun tímabundinnar stjórnar við Sameinuðu þjóðirnar, Bandaríkin, Evrópuríki og bandamenn Rússa. Þegar ný stjórn hefði verið kjörin yrði hægt að hefja viðræður um friðarsáttmála.
Engar kosningar meðan herlög eru í gildi
Pútín hefur ítrekað dregið í efa lögmæti stjórnar Volodymyrs Zelensky Úkraínuforseta á þeim grundvelli að kjörtímabili hans hefði átt að ljúka síðasta vor. Kosningar hafa ekki verið haldnar í Úkraínu vegna þess að herlög hafa verið í gildi frá því að Rússar réðust inn í landið árið 2022.
Pútín sagði Rússa vinna stöðugt að stríðsmarkmiðum sínum. Hann teldi að Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði sýnt einlægan vilja til að binda enda á stríðið. Rússar væru jafnframt hlynntir friðsamlegri lausn á átökunum, en ekki á sinn kostnað.
Hann sagðist einnig reiðubúinn í samvinnu í átt að stríðslokum með mörgum ríkjum, þeirra á meðal Norður-Kóreu. Um fjórtán þúsund norðurkóreskir hermenn hafi verið sendir til Rússlands til að styðja við innrásina, að sögn yfirvalda í Suður-Kóreu. Þúsundir þeirra eru sagðir hafa ýmist farist eða særst í átökum.
Nafnalisti
- Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
- Norður-Kóreualþýðulýðveldi
- Suður-Kóreunágrannaríki
- Vladimír Pútínforseti
- Volodymyrs ZelenskyÚkraínuforseti
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 210 eindir í 13 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 12 málsgreinar eða 92,3%.
- Margræðnistuðull var 1,68.