Verði að velja það hvort það sé við hæfi að þiggja biðlaun og aukagreiðslur
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
2025-03-11 12:10
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir mikilvægt að stjórnmálamenn gæti sjálfir að sínum trúverðugleika og gangi á undan með fordæmi. Unni blöskra þær upphæðir sem ákveðnir stjórnmálamenn eru með í laun vegna biðlauna og annarra greiðslna.
Biðlaun og aukagreiðslur voru meðal umræðuefna í Silfrinu í gærkvöldi. Laun Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra og Ragnars Þór Ingólfssonar þingmanns hafa verið til umfjöllunar upp á síðkastið. Heiða Björg þiggur borgarstjóralaun og laun fyrir formennsku sína hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem nema samtals tæplega 4 milljónum króna á mánuði. Ragnar Þór er á launum sem Alþingismaður en þiggur einnig biðlaun sem fráfarandi formaður VR.
Unnur segir fólk vera í mismunandi aðstæðum og þurfi að taka ákvarðanir eftir því. Sjálf segist Unnur vera á biðlaunum eftir að hún missti starf sitt sem aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, fyrrverandi umhverfis- og auðlindaráðherra, á meðan hún leitar sér að nýju starfi.
Þegar hún tók sæti á þingi árið 2009 afþakkaði Unnur hins vegar biðlaun sem hún átti rétt á vegna starfs síns sem sveitarstjóri í Rangárþingi eystra.
Fá strax nýjan biðlaunarétt sem þingmenn
„Ég valdi það sjálf að bjóða mig fram til Alþingis. Um leið og maður er kjörinn þá fer maður á launaskrá þar. Ég afsalaði mér biðlaunum í því tilviki. Ég átti sex mánaða rétt og auðvitað á fólk rétt á þessu, það er samið um þetta. En það er hver og einn sem verður að velja það hvort það er við hæfi að nota þetta. Það eru ólíkar aðstæður. Ef þú dettur inn á þing þá færðu strax nýjan biðlaunarétt, þannig þú þarft engan varasjóð fyrir fjölskylduna þegar þú dettur út af þingi.“
Hægt er að horfa á þáttinn í heild hér að neðan. Aðrir viðmælendur Bergsteins Sigurðssonar þáttastjórnanda voru Andrés Jónsson almannatengill, Drífa Snædal, talskona Stígamóta, og Karen Kjartansdóttir almannatengill. Í seinni hluta þáttarins var rætt við Friðrik Jónsson, sendiherra Íslands í Póllandi.
Nafnalisti
- Andrés Jónssonalmannatengill hjá Góðum samskiptum
- Bergsteinn Sigurðssonnýráðinn umsjónarmaður Silfursins á Rúv
- Drífa Snædalfráfarandi forseti ASÍ
- Friðrik Jónssonfyrrverandi formaður BHM
- Guðlaugur Þór Þórðarsonloftslagsráðherra
- Heiða Björg Hilmisdóttirformaður
- Karen Kjartansdóttirfyrrverandi framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar
- Ragnar Þór Ingólfssonformaður
- Unnur Brá Konráðsdóttirfyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 314 eindir í 20 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 16 málsgreinar eða 80,0%.
- Margræðnistuðull var 1,62.