Stjórnmál

Verði að velja það hvort það sé við hæfi að þiggja biðlaun og aukagreiðslur

Þorgerður Anna Gunnarsdóttir

2025-03-11 12:10

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir mikilvægt stjórnmálamenn gæti sjálfir sínum trúverðugleika og gangi á undan með fordæmi. Unni blöskra þær upphæðir sem ákveðnir stjórnmálamenn eru með í laun vegna biðlauna og annarra greiðslna.

Biðlaun og aukagreiðslur voru meðal umræðuefna í Silfrinu í gærkvöldi. Laun Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra og Ragnars Þór Ingólfssonar þingmanns hafa verið til umfjöllunar upp á síðkastið. Heiða Björg þiggur borgarstjóralaun og laun fyrir formennsku sína hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem nema samtals tæplega 4 milljónum króna á mánuði. Ragnar Þór er á launum sem Alþingismaður en þiggur einnig biðlaun sem fráfarandi formaður VR.

Unnur segir fólk vera í mismunandi aðstæðum og þurfi taka ákvarðanir eftir því. Sjálf segist Unnur vera á biðlaunum eftir hún missti starf sitt sem aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, fyrrverandi umhverfis- og auðlindaráðherra, á meðan hún leitar sér nýju starfi.

Þegar hún tók sæti á þingi árið 2009 afþakkaði Unnur hins vegar biðlaun sem hún átti rétt á vegna starfs síns sem sveitarstjóri í Rangárþingi eystra.

strax nýjan biðlaunarétt sem þingmenn

Ég valdi það sjálf bjóða mig fram til Alþingis. Um leið og maður er kjörinn þá fer maður á launaskrá þar. Ég afsalaði mér biðlaunum í því tilviki. Ég átti sex mánaða rétt og auðvitað á fólk rétt á þessu, það er samið um þetta. En það er hver og einn sem verður velja það hvort það er við hæfi nota þetta. Það eru ólíkar aðstæður. Ef þú dettur inn á þing þá færðu strax nýjan biðlaunarétt, þannig þú þarft engan varasjóð fyrir fjölskylduna þegar þú dettur út af þingi.

Hægt er horfa á þáttinn í heild hér að neðan. Aðrir viðmælendur Bergsteins Sigurðssonar þáttastjórnanda voru Andrés Jónsson almannatengill, Drífa Snædal, talskona Stígamóta, og Karen Kjartansdóttir almannatengill. Í seinni hluta þáttarins var rætt við Friðrik Jónsson, sendiherra Íslands í Póllandi.

Nafnalisti

  • Andrés Jónssonalmannatengill hjá Góðum samskiptum
  • Bergsteinn Sigurðssonnýráðinn umsjónarmaður Silfursins á Rúv
  • Drífa Snædalfráfarandi forseti ASÍ
  • Friðrik Jónssonfyrrverandi formaður BHM
  • Guðlaugur Þór Þórðarsonloftslagsráðherra
  • Heiða Björg Hilmisdóttirformaður
  • Karen Kjartansdóttirfyrrverandi framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar
  • Ragnar Þór Ingólfssonformaður
  • Unnur Brá Konráðsdóttirfyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 314 eindir í 20 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 16 málsgreinar eða 80,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,62.