Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu

Rafn Ágúst Ragnarsson

2025-03-29 22:29

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Sextán ungir skátar voru sæmdir forsetamerkinu á Bessastöðum í dag. Halla Tómasdóttir forseti Íslands er verndari skátahreyfingarinnar á Íslandi en hún veitti forsetamerkið í fyrsta sinn í dag.

Forsetamerkið er veitt rekkaskáttum á aldrinum 16 til 18 ára sem hafa valið vinna merkinu samhliða starfi sínu. Fram kemur í tilkynningu frá Bandalagi íslenskra skáta í forsetamerkinu sameinist gildi skátahreyfingarinnar um persónulegar framfarir einstaklingsins og þess gera sitt besta samfélaginu til heilla. Vegferðin forsetamerkinu er tveggja til þriggja ára verkefni sem hvetji skátana til persónulegs vaxtar í gegnum tuttugu fjölbreytt verkefni.

Auk þess þurfa skátarnir sækja fimm daga alþjóðlegt skátamót, ferðast 40 kílómetra á eigin afli, sækja helgarnámskeið í leiðtogaþjálfun og 12 klukkustunda skyndihjálparnámskeið. lokum velja skátarnir sér tvö langtímaverkefni sem krefst virkrar þátttöku þeirra yfir þriggja til tólf mánaða tímabil, dæmi um þetta er vera foringi yngri skáta, taka þátt í skipulagi stórs skátamóts, sitja í stjórn félags, ráði eða vinnuhóp, taka sér viðhald skátaheimilis eða skátaskála og margt fleira.

Við tilefnið afhenti Harpa Ósk Valgeirsdóttir skátahöfðingi Höllu gullmerki Bandalags íslenskra skáta en í þakkarorðum Hörpu sagði hún það mikinn heiður fyrir skáta Halla hefði fallist á það vera verndari skátahreyfingarinnar og þannig viðhalda þeirri hefð sem afhending forsetamerkisins hefur verið í skátastarfinu.

Á athöfninni fluttu tvö úr hópi forsetamerkishafa, þau Alma Sól Pétursdóttir og Viktor Nói Berg, stutta hugvekju þar sem þau stikluðu á stóru um vegferð sína forsetamerkinu.

Nafnalisti

  • Alma Sól Pétursdóttir
  • Halla Tómasdóttirfyrrverandi forsetaframbjóðandi
  • Harpa Ósk Valgeirsdóttirskátahöfðingi
  • Viktor Nói Berg

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 250 eindir í 9 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 9 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,70.