Íþróttir

Alþjóðlegt skákmót í Mývatnssveit

Ritstjórn Bændablaðsins

2025-04-03 13:00

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Helgina 15.16. mars fór fram alþjóðlegt skákmót í félagsheimilinu Skjólbrekku í Mývatnssveit, en mótið var haldið í tilefni þess Skákfélagið Goðinn í Þingeyjarsýslu hélt upp á 20 ára afmæli 15. mars.

Mótið var mjög sterkt og er talið sennilegt það hafi verið það sterkasta sem haldið hefur verið utan þéttbýlis á Íslandi mjög lengi og jafnvel frá upphafi.

Alls 36 keppendur tóku þátt í mótinu og þar af voru þrír stórmeistarar, þeir Þröstur Þórhallsson, Bragi Þorfinnsson og enski stórmeistarinn Simon Williams. Auk þeirra voru fimm alþjóðlegir meistarar og þrír Fide-meistarar meðal keppenda. Flestir keppendur komu eðlilega frá Goðanum og Skákfélagi Akureyrar, en mörg önnur skákfélög áttu fulltrúa á mótinu.

Svo fór lokum alþjóðlegi meistarinn Björn Þorfinnsson vann mótið á oddastigum, en jafn honum vinningum en aðeins lægri á oddastigum, varð Simon Williams frá Englandi. Báðir fengu þeir 5 vinninga af 6 mögulegum. Simon þessi er mjög vel þekktur í skákheiminum og heldur hann úti vinsælli Youtube-síðu og svo er hann einnig með sérstakan kennsluvef á netinu og hefur gefið út skákbækur, svo eitthvað nefnt. Það var því mikill fengur af því hann á mótið.

Koma Simons á mótið vakti eðlilega athygli og nýttum við Þingeyingar okkur það og héldum fjöltefli með Simon fyrir mótið á Húsavík. Það hafði einnig þau jákvæðu áhrif á mótið fleiri keppendur mættu til leiks, þar sem möguleiki var á því tefla við stórmeistara á mótinu.

Allar skákirnar á mótinu voru sýndar í beinni útsendingu á netinu og á skákstað og mæltist það vel fyrir. Mótið var 6 umferðir með 90 mín + 30 sek í viðbótartíma á hvern leik.

Við forráðamenn Goðans erum gríðarlega ánægðir með hvernig mótið tókst til og stefnum á halda aftur mót í Skjólbrekku í apríl árið 2027. Ef vel tekst til með kynningu á því móti búast við fleiri keppendum, bæði innlendum og erlendum.

Ef lesendur Bændablaðsins luma á áhugaverðum skákum geta þeir haft samband.

Nafnalisti

  • Björn Þorfinnssonritstjóri DV
  • Bragi Þorfinnssonstórmeistari
  • Simonþýskur tónlistaráhugamaður
  • Simon Williamtalsmaður RAC
  • Þröstur Þórhallssonstórmeistari

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 344 eindir í 16 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 12 málsgreinar eða 75,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,66.