Stjórnmál

Utanríkisráðherra Tékklands í heimsókn á Íslandi

Utanríkisráðuneyti

2025-03-13 18:55

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Málefni Úkraínu, staða öryggis- og varnarmála í Evrópu, náið vinsamband Íslands og Tékklands og fyrirhuguð loftrýmisgæsla tékkneska flughersins á Íslandi, var efst á baugi fundar Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherar og Jan Lipavský utanríkisráðherra Tékklands sem fram fór í húsakynnum utanríkisráðuneytisins við Austurhöfn í Reykjavík í dag.

Ísland og Tékkland eru bandalagsríki í Atlantshafsbandalaginu og líkt þenkjandi í ýmsum málum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og undirstofnana, líkt og í mannréttindaráðinu þar sem ríkin eiga bæði sæti um stundir. Náið vinasamband þjóðanna nær aftur til daga Tékkóslóvakíu en pólitísk samskipti Íslands og Tékklands hafa vaxið á undanförnum árum, m.a. vegna þátttöku tékkneska flughersins í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins á Íslandi, sem og þátttöku Íslands í fjármögnun varnarbúnaðar fyrir Úkraínu í gegnum frumkvæði Tékklands

Ég nýtti tækifærið og þakkaði vitaskuld utanríkisráðherranum fyrir loftrýmisgæsluna á Íslandi, sem er okkur auðvitað mikilvægt en ekki síður sameiginlegum vörnum Atlantshafsbandalagsins. Þá eflir þeirra framlag tvíhliða samstarf þjóðanna, sem er með miklum ágætum enda um margt líkt þenkjandi ríki, ekki síst þegar kemur óbilandi stuðningi við varnarbaráttu Úkraínu, segir Þorgerður Katrín. Tékkland er sömuleiðis öflugur samherji Íslands í Mið-Evrópu og við sjáum mikil tækifæri til auka samstarfið enn frekar, m.a. á sviðum jarðvarma, viðskipta og menningar.

loknum fundi ráðherranna í utanríkisráðuneytinu hélt utanríkisráðherra Tékklands til fundar við utanríkismálanefnd Alþingis og síðar á fund Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra. Þá heimsótti ráðherrann öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli til kynna sér aðstæður.

Nafnalisti

  • Jan Lipavský
  • Kristrún Frostadóttirformaður
  • Þorgerður Katrín Gunnarsdóttirformaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 244 eindir í 8 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 8 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,63.