Íþróttir

Bruno segist gera hlutina á sinn hátt

Runólfur Trausti Þórhallsson

2025-03-17 22:32

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, hefur heldur betur svarað gagnrýnendum sínum með frábærri frammistöðu á vellinum. Hann segist gera hlutina eftir sínu höfði.

Bruno kórónaði góðan leik sinn og liðsfélaga sinna gegn Leicester City með góðu marki undir lok leiks í 30 sigri Rauðu djöflanna. Var það fimmta mark fyrirliðans á tæpri viku. Ekki nóg með það heldur hafði hann lagt upp fyrstu tvö mörk Man United gegn Refunum.

Frammistaðan gegn Leicester kom í kjölfar þrennunnar sem Bruno skoraði gegn Orra Steini Óskarssyni og félögum í Real Sociedad þegar liðin mættust í Evrópudeildinni. Þar var Portúgalinn helsta ástæða þess Man United er komið í 8liða úrslit keppninnar.

Ég geri hlutina á minn hátt. Augljóslega er ekki gaman heyra slæma hluti um mann sjálfan en þeir veita innblástur þar sem það er ljóst fólk telur maður þurfi bæta margt og mikið, sagði hinn þrítugi Bruno í viðtali eftir sigurinn á Leicester.

Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Man United, er einn þeirra sem hefur lengi gagnrýnt Fernandes. Það breytir því ekki Portúgalinn ber mikla virðingu fyrir írska miðjumanninum fyrrverandi.

Eðlilega mun ekki öllum líka það sem maður gerir en ég virði skoðanir annarra og virði álit Roy Keane. Ég veit það er margt sem laga í mínum leik og hvernig ég leiði lið mitt.

Miðjumaðurinn hefur skorað 16 mörk og gefið 15 stoðsendingar á leiktíðinni.

Nafnalisti

  • Bruno Fernandesfyrirliði Manchester United
  • Leicester Cityenskt knattspyrnufélag
  • Man UnitedBruno í landsliðshóp Portúgals sem mæta Liechtenstein og Lúxemborg í undankeppni EM
  • Manchester Unitedenskt knattspyrnufélag
  • Orri Steinn Óskarssonframherji
  • Real Sociedadspænskt lið
  • Roy Keanefyrrverandi fyrirliði Manchester United

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 247 eindir í 14 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 13 málsgreinar eða 92,9%.
  • Margræðnistuðull var 1,83.